Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 140
D ó m a r u m b æ k u r
140 TMM 2011 · 4
Hér verður ekki spurt hvar heimild
um sleppi og skáldskapur taki við í
skáldsögunni. Það gæti svo sem verið
verkefni sem einhver hefði gaman af að
glíma við. Ég hef ekki séð þar neitt sem
beinlínis fer í bága við það sem ævisag
an segir en hverjum manni má vera ljóst
að hér er mikill skáldskapur á ferð.
Saman er fléttuð raunsæisleg og í ein
hverjum skilningi sönn eða sennileg frá
sögn og sprettir hugarflugsins sem oft
verða sannkölluð þeysireið á skáldfákn
um.
Það sem fyrst grípur lesandann er
stíllinn. Ófeigur fer víða mjög nærri 18.
aldar máli, líkir eftir því, en sendir jafn
framt lesandanum skilaboð um að ekki
sé allt sem sýnist; höfundur og lesandi
eru staddir á 21. öld. Taka má upphafs
setninguna sem dæmi: „Það er aðeins
fyrir Guðs moldríku miskunnsemi sem
við bræður erum komnir heilir í hellinn
eftir ferðina suður yfir hálendið og
hingað inn í myrkrið“ (7). Hér er það
hin moldríka miskunnsemi sem gefur
tóninn. Umfram allt er þetta auðvitað
gamansöm stílblöndun en íhugull les
andi gæti líka staldrað við og séð nýjar
víddir í hinni nútímalegu samsetningu,
þar sem orðið er annars vegar tengt við
Guð, hins vegar miskunnsemi.1 Fleiri
dæmi, oft tvíræð, mætti taka, en hver
lesandi getur skemmt sér við það. Á
sömu blaðsíðu ávarpar Jón konu sína
beint eins og hann gerir víða. Þessi
ávörp eru falleg og tjá djúpar tilfinning
ar: „Landið er ein lifandi skepna. Lík
ami. Og Þórunn, hve sárt er að hafa
þurft að skilja við þig og okkar guðs
myndarkríli í kroppnum, megi okkar
góði Herra vera með ykkur og góð ljós
móðir þá barnið vill hingað koma í
okkar snautlegu jarðvist.“ Það er ekki
annað hægt en taka ofan fyrir þeim sem
svona skrifar; guðsmyndarkrílið er
sannarlega alveg í anda átjándu aldar,
þótt orðið sé höfundar, en orðið gegn
umlýsir Þórunni að nútíðarhætti og
sýnir okkur fóstrið. Fyrsta bréfið er
stutt, aðeins tvær blaðsíður, hugarflugið
beinist að því að draga upp mynd af
hugsunum Jóns og tilfinningum, mynd
sem er sannarlega sennileg. Eftir mynd
ræna og ógnvekjandi en þó raunsæja
lýsingu á Kötlugosinu, lýkur bréfinu í
bjartsýnum tón: „Með guðs réttlæti
mun öllu þessu slota og burt fjúka og
niður rigna og við aftur fyrirfinnast í
vorblíðum högum. Þá set ég fífil í hatt
minn og kyssi þig.“ Þótt Jón sé allan
sögutímann fjarri sinni elskuðu eigin
konu og það sem segir af samlífi þeirra
sé mótað af háttvísi fyrri tíma, er sagan
um hann ástarsaga, gagnsýrð af ást, og
skal tilfærð enn ein falleg tilvitnun til
marks um það: „Ég hugsa stöðugt til
þín, Þórunn, og þú ert með mér í öllum
verkum. Mér finnst svo óralangt síðan
ég lagði af stað úr fangi þínu á Frosta
stöðum hingað suður þótt aðeins rúmur
mánuður sé liðinn“ (15). Lýsingin á Þor
steini bróður Jóns og sambandi þeirra
bræðranna er líka fjörleg og skerpir
mynd Jóns sjálfs.
Hjá Jóni Steingrímssyni blandast
saman lúterskur rétttrúnaður og andi
upplýsingarinnar. Hann lítur á eldgos
og óáran sem réttláta hirtingu guðs og
ber með þolinmæði þess sem veit að öll
él styttir upp um síðir, en hann hefur
vísindalegt viðhorf til náttúrunnar. Þótt
guð sé að baki öllu ber manninum að
reyna að skilja náttúruna og nota þekk
inguna og skynsemina til að bæta líf
sitt. Þetta kemur glöggt fram í hans
eigin verkum, og því er vel til haga hald
ið í sögu Ófeigs. Nútímanum kann að
þykja slíkt viðhorf þversagnakennt, en
upplýsingaröldin var á öðru máli. Höf
undur Jóns óttast heldur ekki þversagnir
eða mótsagnir eins og glöggt kemur
fram þegar skáldfákurinn spyrnir við