Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 7

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 7
Æ t l i v i ð n á u m n o k k u r n t í m a n n a ð s n e r t a v e r u l e i k a n n ? TMM 2015 · 1 7 ekki of mikið, í hófi svona, og það kveikti löngun til að lesa sem er forsenda þess að maður fái áhuga á lestri og bókum. Kristín: Varstu snemma læs – manstu hver kenndi þér að lesa? Lastu mikið sem barn? Hver var uppáhaldsbókin þín þegar þú varst lítil? Álfrún: Ég verð að játa það að ég lærði að lesa snemma vegna þess að ég vildi vera eins og aðrir sem voru byrjaðir í skóla og kunnu að lesa og ég ekki – ég vildi endilega læra kúnstina líka. Faðir minn kenndi mér að lesa. Ég beið eftir honum þegar hann kom heim úr vinnunni, sat þá hjá honum og við lásum saman, fyrst fyrirsagnir úr blöðum, svo varð þetta eitthvað flóknara. En ég man svo vel eftir spennunni, eftirvæntingin situr eftir í minningunni: þegar ég var að bíða eftir því að hann kæmi heim, til að halda áfram að læra að stafa. Ég man ekki eftir því að hafa átt á þessum árum neina eftirlætisbók, sumar kunni ég hér um bil utan að, eins og bókina um litla svarta Sambó, og Tíu litlir negrastrákar höfðu engin vond áhrif á mig. Þá var ekki mikið um barnabækur. Ég man eftir hrifningu minni af Hjaltabókunum eftir Stefán Jónsson þegar þær komu út, sérstaklega eftir fyrstu bókinni, hún hreif mig upp úr skónum. Kristín: Manstu fyrstu bíómyndina sem þú sást? Álfrún: Fyrsta bíómyndin sem ég sá var Mikki mús, mér leiddist óskaplega, ég var fjögurra ára, man vel eftir að það varð að halda mér niðri í sætinu. Kristín: Hvernig barn varstu? Óþekk, stillt? Álfrún: Það er dáldið erfitt að meta það sjálfur og auðvitað býr maður til mynd af sjálfum sér. Ég held ég hafi verið stillt og þægt barn, bara með- færileg, ég var í engri sérstakri uppreisn en ég þurfti að læra að verja mig. Börn léku sér mikið úti, ekki satt, og skipulögðu leikina sjálf. Oft var skipulag leikjanna og framkvæmdin frekar lýðræðisleg. Og ekki mátti svindla, þá var maður rekinn úr leiknum. Í götunni voru ákveðnir strákar sem gengu undir nafninu hrekkjusvínin. Ég var frekar lítil eftir aldri og átti í basli með að taka á móti þeim. En manni var sagt í uppeldinu að taka á móti og ekki vera að væla þetta. Kristín: Hvenær byrjaðir þú að skrifa? Álfrún: Hvað meinarðu? Kristín: Byrjaðir þú að skrifa þegar þú varst barn? Álfrún: Nei, jú eitthvað, ég man eftir að þegar ég var veik einhverju sinni reyndi ég að skrifa en það gekk illa enda var ég með háan hita. Ég fór ekki að skrifa skáldskap fyrr en ég var þrælfullorðin, komin um fertugt. Sjálfsagt hef ég haft einhverja löngun til þess, eitthvað sem ég leyfði ekki að komast
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.