Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 7
Æ t l i v i ð n á u m n o k k u r n t í m a n n a ð s n e r t a v e r u l e i k a n n ?
TMM 2015 · 1 7
ekki of mikið, í hófi svona, og það kveikti löngun til að lesa sem er forsenda
þess að maður fái áhuga á lestri og bókum.
Kristín: Varstu snemma læs – manstu hver kenndi þér að lesa? Lastu mikið
sem barn? Hver var uppáhaldsbókin þín þegar þú varst lítil?
Álfrún: Ég verð að játa það að ég lærði að lesa snemma vegna þess að ég
vildi vera eins og aðrir sem voru byrjaðir í skóla og kunnu að lesa og ég ekki
– ég vildi endilega læra kúnstina líka. Faðir minn kenndi mér að lesa. Ég beið
eftir honum þegar hann kom heim úr vinnunni, sat þá hjá honum og við
lásum saman, fyrst fyrirsagnir úr blöðum, svo varð þetta eitthvað flóknara.
En ég man svo vel eftir spennunni, eftirvæntingin situr eftir í minningunni:
þegar ég var að bíða eftir því að hann kæmi heim, til að halda áfram að læra
að stafa.
Ég man ekki eftir því að hafa átt á þessum árum neina eftirlætisbók,
sumar kunni ég hér um bil utan að, eins og bókina um litla svarta Sambó, og
Tíu litlir negrastrákar höfðu engin vond áhrif á mig. Þá var ekki mikið um
barnabækur. Ég man eftir hrifningu minni af Hjaltabókunum eftir Stefán
Jónsson þegar þær komu út, sérstaklega eftir fyrstu bókinni, hún hreif mig
upp úr skónum.
Kristín: Manstu fyrstu bíómyndina sem þú sást?
Álfrún: Fyrsta bíómyndin sem ég sá var Mikki mús, mér leiddist óskaplega,
ég var fjögurra ára, man vel eftir að það varð að halda mér niðri í sætinu.
Kristín: Hvernig barn varstu? Óþekk, stillt?
Álfrún: Það er dáldið erfitt að meta það sjálfur og auðvitað býr maður
til mynd af sjálfum sér. Ég held ég hafi verið stillt og þægt barn, bara með-
færileg, ég var í engri sérstakri uppreisn en ég þurfti að læra að verja mig.
Börn léku sér mikið úti, ekki satt, og skipulögðu leikina sjálf. Oft var skipulag
leikjanna og framkvæmdin frekar lýðræðisleg. Og ekki mátti svindla, þá var
maður rekinn úr leiknum. Í götunni voru ákveðnir strákar sem gengu undir
nafninu hrekkjusvínin. Ég var frekar lítil eftir aldri og átti í basli með að taka
á móti þeim. En manni var sagt í uppeldinu að taka á móti og ekki vera að
væla þetta.
Kristín: Hvenær byrjaðir þú að skrifa?
Álfrún: Hvað meinarðu?
Kristín: Byrjaðir þú að skrifa þegar þú varst barn?
Álfrún: Nei, jú eitthvað, ég man eftir að þegar ég var veik einhverju sinni
reyndi ég að skrifa en það gekk illa enda var ég með háan hita. Ég fór ekki
að skrifa skáldskap fyrr en ég var þrælfullorðin, komin um fertugt. Sjálfsagt
hef ég haft einhverja löngun til þess, eitthvað sem ég leyfði ekki að komast