Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 8
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 8 TMM 2015 · 1 að í huga mínum – ég hafði annað að gera – en auðvitað dettur manni ekki svona í hug nema af því að einhvers staðar innifyrir býr löngun til að tjá sig. Kristín: Áttu börn? Hvað heita þau og viltu segja mér hvernig þau hafa mótað líf þitt og haft áhrif á það? Álfrún: Já, ég á son sem heitir Bjarki Kaikumo. Hann var eins og gefur að skilja miðdepill tilveru minnar meðan hann var hjá mér. Að eiga barn gerir það að verkum að maður sér samhengið og ósamhengið í tilverunni í öðru ljósi og kemst rækilega út fyrir sig. Ég lærði ótal margt af syni mínum og samvistunum við hann. Svo óx hann úr grasi eins og fara gerir og flutti burt í orðsins fyllstu merkingu, því að hann býr erlendis. Skildi eftir tóm. Og nýr kafli hófst. *** Kristín: Hvert er uppáhaldsorðið þitt? Álfrún: Unaður. Kristín: Hvaða orð er ekki í uppáhaldi hjá þér? Álfrún: Það er nú það, ég hef bara aldrei hugsað úti það. Frábært. Það er orð sem alltaf er verið að endurtaka, líkt og bergmál sem missir merkinguna að lokum. Orðið er gott en hefur misst merkingu sína af ofnotkun. Kristín: Hvað gerir þig glaða? Álfrún: Það er nú svo margt – það er ekki bara eitthvað eitt: gott veður og sólskin, þegar merlar á sjóinn, þegar góður matur er á borðum, og maður hefur skemmtilegt kompaní, þó ekki í of stórum hóp heldur af þeirri stærð þar sem hægt er að ná saman – já, kannski það sé númer eitt: að vera í góðum félagsskap. Oft gerir líka vont veður mig glaða, að minnsta kosti þótti mér gaman að vera úti í vondu veðri hér áður fyrr, berjast á móti stormi og hríð, þó ég geti það ekki lengur. Svo hef ég líka óskaplega gaman af því að ferðast og læra, það er nú kannski eitt af inntakinu: að halda áfram að uppgötva og tileinka sér eitthvað, læra, semsé, læra. Það skemmtilegasta við að kenna við háskólann var að maður lærði sjálfur, var ekki bara að miðla öðrum, heldur fékk sjálfur eitthvað til að hugsa um. Vegna þess að þrátt fyrir allt lifum við í heimi hugmyndanna og spurning hvort við náum nokkurn tímann að snerta veruleikann. Kristín: Hvað gerir þig dapra? Álfrún: Það er bara ástandið í heiminum. Það er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Maður fæddist inn í heim sem logaði, sem fór sumpart í rúst og þegar maður fer út úr heiminum hefur hann ekki mikið breyst, þó að stór hluti Evrópu sé ekki í rúst, þá eru rústirnar annars staðar. Það er alltaf eitthvert ástand í heiminum sem manni finnst dapurlegt og þyrfti ekki að vera svona.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.