Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 14
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 14 TMM 2015 · 1 *** Kristín: Hvað meturðu mest í fari manneskju? Álfrún: Einlægni. Manneskja sem er einlæg hún er ekki að leika hlutverk. Sem virðist dáldið áberandi nútildags: að vera í hlutverki. Kristín: Hvað meturðu minnst í fari manneskju? Álfrún: Náttúrlega klæki og lygar. Kristín: Hverjir eru kostir þínir? Álfrún: Ég hef bara satt að segja ekki velt þeim fyrir mér. Kristín: Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Álfrún: Það er nú svo margt, það yrði heljarlangur listi. Ég hef gaman af mörgu, eins og ég nefndi áðan, vera með fólki, skapa, og njóta þess sem svo- lítill unaður er að. Kristín: Hver er hugmynd þín um hamingju? Álfrún: Ég held að maður geti aðeins verið hamingjusamur yfir einhverju afmörkuðu en ég veit samt ekki hvað orðið hamingja merkir í raun og veru, það er hægt að vera hamingjusamur yfir svo mörgu. Gagnkvæm hamingja er einhvers konar gagnkvæm virðing. Kristín: Hver er uppáhaldsliturinn þinn og blóm? Álfrún: Það á ég ekki til. Það get ég ekki sagt þér. Ég er hrifnari af fjöl- breytileika, ég vil hrífast af mörgu, ekki bara einu, það eru til svo mörg falleg blóm og hægt að horfa á þau endalaust, sama á við um liti. *** Kristín: Álfrún, þú kemur með nýjan stíl og byggir sögur þínar af óþekktri framúrstefnu í íslenskum bókmenntum. Varstu þér meðvituð um stílinn þinn og hvað hann var frábrugðinn því sem viðgekkst hér? Álfrún: Að vissu leyti var ég það, án þess að vera sérstaklega upptekin af því. Mig skipti meira máli að sitja ekki föst í fyrirframgefnu og samþykktu frásagnarfari. Því fari að svona ætti að segja sögur en helst ekki á annan hátt. Að skrifa var fyrir mér einskonar leit, að kanna ókunna stigu sem ég hafði ekki lagt í áður. Öll form og stílbrögð bjóða upp á ýmsa möguleika, en eiga það sameiginlegt að þeim eru öllum settar skorður. Ég varð ekki svo lítið undrandi þegar fólk kom að máli við mig, eftir að fyrstu skáldsögur mínar komu út, og sagðist ekkert botna í mér að vera að skrifa sögur með upphafi, miðbiki og endi, en síðan sæti ég kófsveitt við að klippa sögurnar í sundur og líma þær aftur saman. Eins og gefur að skilja vann ég ekki á þann hátt, það er beinlínis ekki hægt. Sögurnar voru skrifaðar eins og þær voru hugsaðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.