Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 16
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 16 TMM 2015 · 1 taka fram að vegna aldurs og afstöðu tilheyri ég ekki 68-kynslóðinni. Og satt er það, við unga fólkið upplifðum vissa frelsistilfinningu, vorum sannfærð um að allt stefndi í átt til frelsis, sem átti þó ekkert skylt við markaðsfrelsi. Að minnsta kosti var farið að taka meira tillit til ungs fólks og þess sem það hafði fram að færa en áður hafði verið gert, sem var í takt við þróunina í öðrum löndum. Eins og þú hafði ég ekki sérstaka trú á kynslóðum, en hef neyðst til að draga svolítið í land með það. Ég þykist hafa uppgötvað að maður sé óþægilega bundinn þeim tíma sem maður mótaðist á, þó svo að reynt sé að fylgjast með því sem yngra fólk er að gera og hugsa. Þeir sem hafa alist upp á svokölluðum upplýsingatíma tölvanna sjá veröldina eðlilega í öðru ljósi en ég. Að auki á ég lífið meira og minna að baki en ekki framundan eins og unga fólkið, og það setur strik í reikninginn hvað snertir upplifunina á því sem er að gerast hér og nú. Sem stendur hefur undirstaða margra bókmenntaverka verið ögrunin, sem er hressandi og ágæt út af fyrir sig, en ögrunin ein og sér nægir samt ekki til að úr verði list. Fleira þarf til. Um þessar mundir eru að stíga fram tiltölulega ungir höfundar sem spyrja spurninga og hafa efasemdir um eitt og annað. Ég finn meiri samhljóm með þeim en hinum. *** Kristín: Álfrún, viltu segja mér frá bókunum þínum, nokkur orð um hverja bók, ef við byrjum á Af manna völdum sem gæti hafa komið út núna í hádeginu; hún er klassík. Álfrún: Í smásagnasafninu Af manna völdum gekk ég líklega útfrá því sem ég var að hugsa um og fara frá og yfirgefa. Ég gerði mér grein fyrir að bernskuminningar staðna, þær verða eins og frosnar myndir og þá hætta þær að lifa, ég var hrædd um að það myndi gerast – við fleiri minningar – og reyndist rétt. Minning hættir að lifa með manni. Kannski bjó einhver svona tilfinning á bakvið bókina og von um að í sögunum myndu minningar halda áfram að lifa, þó að þær væru látnar ganga í gegnum breytingar bæði hvað inntak og tilefni varðaði. Þú verður að láta upplifun frá þér á meðan hún er lifandi fyrir þér. Kristín: Næst kom út skáldsagan Þel sem fjallar um ungt fólk snemma á sjöunda áratugnum. Frásagnarhátturinn er frjáls eins og andi hins unga gefur tilefni til. Álfrún: Þar var útgangspunkturinn kannski: snillingurinn. Svona voru margir skólastrákar, dálítið dekraðir og haldnir ofurtrú á sjálfum sér, nokkuð algeng manngerð hér á landi, þannig lagað séð, á þessum árum þegar sagan gerist. Þá er undirtónn bókarinnar: hver leikur á hvern, sem er oft undirtónn í verkum mínum ásamt einsemdinni: menn ná aldrei alveg til annarra.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.