Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 19

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 19
TMM 2015 · 1 19 Ana Stanicevic Mánasteinn, Munch og expresSJÓNisminn 1.0 Forleikur Sjón er einn af mest þýddu samtímahöfundum Íslands. Það er engin tilviljun. Honum tekst í verkum sínum að sameina fortíð og nútíð með tilþrifum og frásagnarástríðu. Sjón býður þjóðsögum á stefnumót við súrrealisma sem hann hefur lengi hrifist af. Hann rannsakar sögu þjóðar sinnar og fléttar hana saman við skáldaðar persónur og segir lesendum óvenjulegar sögur sem aldrei áttu sér stað, nema á mörkum veruleikans og draumsins. Mána- steinn er þannig saga. Rannsóknarvinnan sem liggur að baki flestum skáldsögum hans, eins og Skugga-Baldri, Rökkurbýsnum og Mánasteini, er ítarleg. Það voru þrjú þemu sem Sjón einbeitti sér sérstaklega að í vinnunni sem leiddu af sér Mánastein: spænska veikin, áhugi Íslendinga á kvikmyndum í árdaga þeirra og saga samkynhneigðra í Reykjavík.1 Þess vegna er skáldsagan einnig söguleg og lýsingar Sjóns á lífi einstaklinganna og upplýsingar sem birtast í henni eru ekta. Samt sem áður er aðalpersónan Máni Steinn, „drengurinn sem aldrei var til“,2 fæddur í deiglu ímyndunarafls Sjóns og þessa sögulega veruleika. Rithöfundur sem þekkir hvern krók og kima tiltekins tímabils skrifar skáldsögu sem geymir margar veraldir í sér. Hægt er að lesa Mánastein aftur og aftur og í hvert sinn ratar lesandinn í nýjar áttir og uppgötvar marga ólíka hugmyndaheima. Meðal þeirra er heimur þögulla kvikmynda sem lesandinn getur eytt mörgum dögum í að horfa á og leita að smáatriðum sem birtast hér og þar í draumum Mána Steins, blönduð atriðum úr hans eigin lífi. Í raun liggur öll kvikmyndasagan undir og leiðir lesandann áfram á vit jaðarmenn- ingar og skáldskapar í Evrópu á árunum í kringum fyrri heimsstyrjöldina. Þar koma líka við sögu atburðir sem eru mikilvægir fyrir sögu Íslands, þar á meðal fullveldisdagurinn 1. desember 1918 og öflugt og eyðileggjandi gos í eldfjallinu Kötlu fyrr þetta sama ár. Lesandinn er einnig kynntur fyrir raunverulegum áhrifum spænsku veikinnar á Íslandi á þessu sögulega ári. Síðast en ekki síst er hversdagslegu lífi í Reykjavík á þessu tímabili lýst og um leið hugsunum manna og hugmyndum um hið framandi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.