Tímarit Máls og menningar

Volume

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 24
A n a S t a n i c e v i c 24 TMM 2015 · 1 hlutverki hjá báðum listamönnunum og vitnar um þunga byrði eða kvíða sem persónurnar sem þeir lýsa bera með sér. Skugginn virðist vera óum- flýjanlegur bæði í skáldsögu Sjóns og málverkum Munchs, skuggaheimur Munchs veitir lesandanum góðan undirbúning fyrir andrúmsloft Mána- steins. 1.3 Sóttin mikla í fylgd engils dauðans Með þessum skuggum laumast spænska veikin inn í Reykjavík og inn í söguna. Lýsingar Sjóns á fólki í bænum sem áttar sig á þessari pest og eyði- leggingarmætti hennar minna á málverk Munchs „Kvöld á Karl Johan“. Hvort heldur í bíósalnum eða úti á götunni er ráðleysissvipurinn alveg eins. Fólkið er óttaslegið og óöruggt. Margir eru orðnir veikir og þögulir. „Varkárir í hreyfingum mjaka gestirnir sér úr sætaröðunum, feta sig upp gangveginn, hverfa hljóðlaust út úr salnum“ (bls. 47). Það er hljótt í kvikmyndahúsinu, það er hljótt á Karl Johan. Sjúkdómur og dauði eru ekki framandi í listheimi Munchs. Sjálfur var hann oft veikur sem barn og unglingur, en hann missti líka móður sína og systurina Soffíu snemma á ævinni.13 Þetta fylgdi honum alla ævi og oftar en ekki fékk þessi sára reynd útrás í málverkunum hans. Eitt áhrifaríkasta mál- verk Munchs, og sem er oft skilgreint sem afgerandi fyrir stíl hans, er „Sjúka barnið“. Sóttarsængurmyndir voru vinsælar á tíma natúralismans, en sterk viðbrögð almennings við þessari mynd útskýrði Munch svona: … ég fullyrði að varla hafði nokkur þessara málara upplifað þannig til síðasta kvala- bikars myndefni sitt eins og ég í sjúka barninu. Því það var ekki bara ég sem sat þarna – það voru allir ástvinir mínir –14 Kvöld á Karl Johan (1892) Sjúka barnið (1885–86)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue: 1. tölublað (01.02.2015)
https://timarit.is/issue/401789

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1. tölublað (01.02.2015)

Actions: