Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 67
„ H ú s i n e r u e i n s o g o p i n b ó k “ TMM 2015 · 1 67 konar hugmyndafræðilegri kynngi í bæði menningar- og merkingar- fræðilegum skilningi. Íslenskt efni í íslensku húsi var „rammíslenzk lausn“ og þessi lausn varð að nokk- urs konar leiðarstefi síðar meir, við byggingu Háskóla Íslands til dæmis, eftir að hann var fluttur úr Alþingis- húsinu að Suðurgötu.71 Guðjón skipulagði sjálfur allt útlit Háskólans – teiknaði m.a. húsgögn – og svo virðist sem hann hafi ákveðið að háskólinn skyldi ekki síður vera gæddur efnum ættjarðarinnar og skírskotunum í hana en Þjóðleik- húsið.72 Til að byrja með seilist hann alla leið aftur í goðafræðina, og sér fyrir sér að Háskólinn skuli verða hamarinn í skeifu Sleipnis í Ásbyrgi. Það verður vart komist mikið nær kviku í þjóðarsálinni. Hann klæðir alla bygginguna með íslenskum hvítum kvartshjúp, meginsúlur forhallarinnar voru huldar silfurbergi ásamt hvelfingu hennar.73 Gólf anddyrisins var úr fáguðu blágrýti fengnu úr Öskju hlíðinni, súlurnar við dyr hátíðarsalarins úr hrafntinnu úr Heklufjalli en veggir hans úr rauðleitu Baulugrjóti.74 Hamrastíllinn og allt það umstang sem honum fylgdi var óneitanlega háleitur og þjóðlegur í senn en hann var í meginatriðum viðhafnarbúningur stærri bygginga. Hamrastíllinn sór sig í ætt við þjóðlegan mónúmentalisma sem var markvisst beitt „til þess að gera hið nýstofnaða íslenska ríkisvald sýnilegt“.75 Hins vegar lét Guðjón sér annt um hagsmuni íslenskrar alþýðu og þrátt fyrir fegurð sína og mikilfengleik kom hamrastíllinn þeim Jóni og Gunnu, með barni og buru, að litlu haldi. Lofsöngur (um lýðveldisstíl) Tímarnir kölluðu á einfaldari byggingar. Bæta þurfti úr brýnni húsnæðis- þörf í sífellt stækkandi borg og þaðan spratt fjórði og síðasti stíllinn sem Guðjón átti eftir að sníða: Lýðveldisstíllinn. Nafnið er að sjálfsögðu runnið undan rifjum Jónasar. Þjóðleikhúsið. Ljósm. Þorgrímur Andri Einarsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.