Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 80
B r é f m i l l i Þ ó r b e r g s o g N í n u Tr y g g va d ó t t u r 80 TMM 2015 · 1 hvar við dveljumst síðustu tímana fyrir hverja endurfæðingu niður til jarðheims. Þar uppi, í orsakaheiminum, skynjum við fyrst tilveruna eins og hún er, en allt þangað eru skynjanir okkar blekking. „Upp“ og „niður“ eru hér í táknrænum merkingum. Í tilverunni er ekkert í raun og veru upp eða niður. Að okkur finnst svo, er ein af blekkingum skynfæranna. Þú ættir að ná þér í bækur um afstraktheiminn og stúdera þær vandlega. Eftir það munt þú sjá afstraktlistina í öðru ljósi. Það er mikil eyða í menntun flestra vísindamanna, listamanna og stjórn- málamanna, að þeir hafa hundsað hin dulrænu fræði, eins og þau væru eintóm hjátrú og heimska. En í sannleika sagt eru þau árangur af hugarstarfi og reynslu mikilla hugsuða aldanna. Í þeim er sennilega ýmislegt rangt. En þar má líka margt af mörgu læra, því að margt er þar áreiðanlega rétt hugsað og athugað. Einn er sá fordómur, sem skáldum og listamönnum hættir til að falla fyrir. Það er, að eitthvað eitt eigi rétt á sér á hverjum tíma og allt annað sé fordæmanlegt. Nú er það afstraktlistin, sem er sú eina rétta og atomkveð- skapurinn sá eini sanni, og nú er skáldsagan dauðanum og djöflinum ofur- seld, nema hún sé epísk, segir Kiljan í Tímaritinu. Þetta finnst mér barnalegur hugsunarháttur og svipa til hugmynda miðaldamanna um absólútleik tilverunnar. Ég held skáld og listamenn ættu að taka sér Sköpuðinn mikla til fyrirmyndar. Samtímis og hann skapar flatar sléttur í ýmis konar litaskrauti, skapar hann rismikil fjöll og hlýlega dali, samtímis mönnum með tvö göt á nefi, skapar hann álfa með eitt nasagat, samtímis fljúgandi fuglum, skríðandi orma, samtímis hlaupandi hestum syndandi fiska, samtímis reykögn í lofti, skínandi sólir og þannig endalaust. Hvernig yrði útkíkið yfir vora blessaða tilveru, ef Sköpuðurinn yrði gagn- tekinn af nýjum móð í einhverri óáran í sólkerfinu og segði: „Nú er það afstrakt sléttan og epíski maðkurinn og strontíum 90 sem gilda. Nú skapa ég ekkert annað næstu 100 milljónir ára?“ Mér virðist, að skáld og listamenn eigi að hafa nokkra hliðsjón af vinnu- brögðum Sköpuðsins mikla. Látum málarann mála afstrakt sléttu með dekoratívu litaskrauti í dag, en svo ætti hann að koma með rismikið fígúra- tivt fjall á morgun og hræddan hund, sem geltir að ósýnilegum anda, hinn daginn. Látum myndhöggvarann móta mann í dag með læri af ísbirni, en á morgun ætti hann að forma mann með læri af spóa. Látum skáldið yrkja atómljóð í dag, en á morgun ætti hann að geta kveðið ljóð með fagurri hrynjandi. Látum rómanahöfundinn setja saman róman upp á epík í dag, en á morgun ætti hann að geta verið upp á drama. Því meiri fjölbreytni, því skemmtilegri listaheimur. Sköpuðurinn mikli sé fyrirmyndin. Listin á líka að vera boðskapur, áróður, annað veifið. Nú vildi ég láta þig mála sterka mynd af landhelgisþjófnaði Breta hér við land, og aðra, sem héti: Jón Fóstri Dúllari gefur Guði skýrslu1. Nú er hann kominn yfir um, karlinn, og hafinn til skýjanna af fyrirmönnum heimsins og skrokkur hans settur í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.