Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 86

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 86
S t e i n u n n J ó h a n n e s d ó t t i r 86 TMM 2015 · 1 grímsson, áður eftirlitsmaður með jarðeignum Hólastóls í Fljótaumboði. Móðir Hallgríms hét Solveig Jónsdóttir og um hennar fólk er ekkert vitað, en margir í föðurætt hans voru fyrirferðarmiklir í mennta-, trúar- og stjórn- málalífi landsins. Við skulum reikna með því að litli drengurinn hafi dafnað vel fyrstu árin í skjóli foreldra sinna og stórfjölskyldu en náttúran veitti honum óblíðar viðtökur. Svo segir í Skarðsárannál Anno 1615. Vetur harður með miklum jarðbönnum. Þá féllu nær allir útigangspeningar, sem ekki höfðu hey, um allt Ísland. Rak inn ís á þorra fyrir norðan land. Þá kringdi hafís um allt Ísland og lá til fardaga fyrir norðan. Kom ís suðaustan fyrir Ísland, og svo ofan í Grindavík; hann rak ofan fyrir Reykjanesröst og inn á Vog og fyrir öll Suður- nes. Engir mundu þá ísrek sunnan fyrir röst skeð hafa. Ekki voru allir vetur jafn harðir og sá sem þarna er lýst. Anno 1619, þegar Hall grímur var fimm ára, segir Skarðsárannáll: „Vetur góður, vor gott“. Í slíku árferði var væntanlega gaman að vera strákur þarna fyrir norðan, leika sér við systkini sín og frænku, tína með þeim ber í mónum, horfa út á sjóinn með Drangey og Þórðarhöfða fyrir augunum alla daga, víðáttumikinn fjalla- hringinn og svo nánast endimörk heimsins norður í bláu hafsauga. Bláu Íshafsauga. Eitt sinn þegar Guðbrandur frændi, gamli biskupinn á Hólum, kom í heimsókn til þeirra í Gröf gekk hann út í berjamóinn til barnanna og spurði hvað þau væru að gera. Og átta ára snáðinn á að hafa svarað með vísu: Ég er að tína þúfnahnot í þrætukot. Mylur málakvörn muðlingshnöttinn hvörn. Vísan er eignuð Hallgrími í ævisögu hans eftir Magnús Jónsson prófessor í guðfræði sem út kom rétt fyrir miðja síðustu öld og undirrituð endurnýtir hana í Heimanfylgju sem er skáldsaga um uppvöxt Hallgríms Péturssonar, byggð á heimildum um ættfólk hans og samtíð og kom út haustið 2010 (JPV). Í Heimanfylgju hefur Guðbrandur gaman af rímuðu tilsvari litla frænda og fyrsta hluta bókarinnar um fyrstu ár Hallgríms í Gröf lýkur á yfirlýsingu biskupsins: „Það þarf að koma þessum dreng í skóla á Hólum.“ Og Hallgrímur varð Hólastrákur. Ekki með því að vera boðin skólavist átta ára að aldri, heldur af því í það minnsta faðir hans, Pétur Guðmundsson, fluttist þangað og gerðist hringjari dómkirkjunnar. Föðurbróðir hans og nafni, Hallgrímur, sem kenndur var við Enni, tók aftur á móti við búsfor- ráðum í Gröf eftir Guðmund afa Hallgríms. Engin leið virðist vera að ársetja búferlaflutningana en í Heimanfylgju vel ég að Hallgrímur sé á níunda ári þegar hann flyst til Hóla með föður sínum. Fyrir utan Hólabyrðu og hin fjöllin háu sem girða af dalinn tróndi ein
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.