Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Qupperneq 108

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Qupperneq 108
Þ o r s t e i n n A n t o n s s o n 108 TMM 2015 · 1 um 1890, litlu fyrr en spurðist til Markúsar þar í byggð og bjó þá á bænum Miklaholti, um tveim kílómetrum norður af jörðinni Litla-Hrauni. Séra Árni segir margt af skiptum þeirra Markúsar í ævisögunni, – í kafla sem heitir „Dularfullur gestur“ og er fremst í bókinni „Á Snæfellsnesi“. Fjand- skapaðist Markús við klerk eftir lýsingum séra Árna. Svo ríkt varð ósættið, að Markús vildi ekki að klerkur jarðaði sig þegar að því kæmi, heldur vísaði hann því verki til nágrannaprestsins. Sá forfallaðist á síðustu stundu og hafði þá lokið við að skrifa útfararræðu sem fór til séra Árna og síðan í hendur Sigurðar, föður Ástu, sem las ræðuna upp við útför Markúsar. Í ævisögu sinni segir séra Árni um Markús, að hann hafi verið „… tvær persónur, öðrum þræði blíður og ljúfur, í hina röndina stjórnlaus af ofsa“. Hann lýsir því einnig, að þrályndi Markúsar hafi aftur og aftur gengið næst lífi jafnt manna sem fjórfætlinga í sinni sókn. (Bls. 16). Ævisaga Árna Þórarinssonar kom fyrst á prent 1949, tveimur árum áður en fyrsta saga Ástu birtist í tímaritinu Lífi og list og olli miklu fjaðrafoki. Séra Árni hefur sína skýringu á flótta Markúsar úr Eyjafirði, og kemur sú frásögn hans ekki heim og saman við aðrar heimildir. Er þó álitið að Árni ljúgi litlu um Markús hvað sem öðru líði í ævisögunni.7 Árni telur óhæfuverk Markúsar fyrir norðan ásetning sem hafi átt sér langan aðdraganda. Hann segir um Markús: Þrátt fyrir alla vankanta Markúsar Ívarssonar var það samt einhvern veginn svo, að ég virti hann svo mikils, að ég gat aldrei borið kala til hans. Hann var innilega kurteis í hléunum og þá eins og hann kynni alla mannasiði. Hann var barngóður og góður við unglinga, sem hann átti að stjórna. (Bls. 16) Markús var vinnumaður hjá séra Árna um tíma, fyrst eftir að Árni tók að búa og vildi þá fara fyrir vinnumanninum í samræmi við það orð sem af Markúsi fór annars staðar, hann vann vel en gekk hart bæði að mönnum og skepnum. Árni segir af áflogum og líflátshótunum en Markús lét þó við sitja áníðslu og ógnanir. Næst lagi er að ætla, að kviksögur um Markús hafi gengið um heimasveit Ástu á bernskutíð hennar þar fyrir svo fáheyrða hegðun. Og þær sögur orðið Ástu sem fleirum eftirminnilegar, svo næm sem hún var og fróðleiksfús allt frá smábarnsárunum. Og þó sérsinna. Markús var alltaf kallaður Sigurður fyrir vestan. Vert er að gera saman- burð á nokkrum sögum Árna af honum og svo því sem framar er vísað til í sögum Ástu af ofstopamönnum innan heimilis og utan. Séra Árni var ekki kominn í hjúskap þegar hann flutti í Miklaholt heldur hélt hann ráðskonu sem Kristín hét. Á sama tíma var Markús hjá honum í vinnumennskunni. Hann var óeirinn við heimilisfólkið á prestsetrinu, ef hann taldi sér mis- boðið, og jafnvel við sjálfan sóknarprestinn, en engu var logið á hann um dugnaðinn eftir orðum Árna. Nefnir séra Árni sem dæmi um skaplyndi Markúsar, að Kristín hefði lengi legið veik og hafði Markús reiðst henni áður en hún lagðist, fyrir einhver orðaskipti. Árni segir:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.