Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 115
Þ r j á r r æ ð u r TMM 2015 · 1 115 stórkostlegt dæmi um þetta má sjá á Skeiðarársandi þar sem einn stærsti birkiskógur landsins er að vaxa upp án aðkomu manna. Allt of margir eru enn fastir í þeim hugsunarhætti að íslensk náttúra sé lítils virði óbreytt og að eina leiðin til að hafa af henni arð sé sú að umbreyta henni í eitthvað annað. Þessi gamalgróni hugsunarháttur er þó hjárænulegur nú þegar um það bil 800.000 ferðamenn heimsækja landið í þeim helsta til- gangi að upplifa villta íslenska náttúru. Það á nefnilega ekki lengur við að náttúruvernd sé pjatt sem þjóðin hafi ekki efni á. Þvert á móti er hún orðin ein meginforsenda hagsældar okkar til lengri tíma litið. Landið er óendanlega mikið verðmætara sjálfgróið en virkjað og ræktað. Bókin Lífríki Íslands er ekki einsmannsverk heldur samvinnuverkefni margra. Hér gefst ekki tækifæri til að nafngreina alla sem lögðu því lið, en nokkra langar mig að nefna og þá fyrst Baldur Helga son minn, sem er í framhaldsnámi erlendis og gat því miður ekki verið með okkur í dag. Hann teiknaði langflestar skýringarmyndir bókarinnar og átti stærstan þátt í hönnun hennar, ásamt Kötlu Maríudóttur á fyrstu stigum, og Elisu Vendramin sem gerði bókarkápuna af miklu listfengi. Ég vil einnig nafn- greina þau Sigurð Svavarsson og Guðrúnu Magnúsdóttur í Opnu sem höfðu trú á verkinu frá upphafi og héldu utan um ritstjórn þess styrkri hendi. Forlagið tók svo við keflinu á lokastigum og sá um prentun og markaðs- setningu með glæsibrag. Ég þakka þeim góðu náttúrufræðingum sem gáfu sér tíma til að lesa yfir einstaka kafla bókarinnar og lagfæra margt sem miður fór og auðvitað þeim ótalmörgu fræðimönnum öðrum sem hafa gert það að ævistarfi sínu að rannsaka og kortleggja einstaka þætti íslenskrar náttúru. Mitt hlutverk var einungis að spinna alla þá þætti saman í heillegan þráð. Þá er mér ljúft að þakka þeim mörgu aðilum sem veittu verkinu brautargengi með fjárstuðningi og ber þar sérstaklega að geta Náttúru- verndarsjóðs Pálma Jónssonar og umhverfisráðuneytisins í tíð Þórunnar Sveinbjarnardóttur. Að lokum vil ég endurtaka nauðsyn þess að standa öflugan vörð um nátt- úru landsins. Ef bókin Lífríki Íslands má verða til þess að vekja einhverja sem áður sváfu á þeim verði og fjölga í hópi náttúruverndara finnst mér betur af stað farið en heima setið. Kærar þakkir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.