Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 135

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Síða 135
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2015 · 1 135 um allt land. Hér verður ekki farið yfir þessa skýrslu í smáatriðum en hana hef ég haft undir höndum lengi og mun á þessu ári afhenda hana handritadeild Landsbókasafns eða Þjóðskjalasafni. Skýrslan er alls 49 síður.2 En það þurfti að gæta að fleiri þátt- um. Flokkurinn var til dæmis ekki nógu sterkur meðal kennara. Þá er að ganga í það: Reykjavík 22. júlí 1954 Kæri vinur! Við erum nú að reyna að gera nákvæma spjaldskrá yfir alla kennara á landinu. Ég sendi þér því nöfn yfir þá kennara, sem mér er sagt að starfandi séu í kjördæmi þínu og treysti þér til að merkja þá og senda mér síðan listann til baka, sem fyrst og ekki síðar en 15. ágúst. Ég verð að biðja þig að fara með þetta sem algert trúnaðarmál, því enginn má fá að vita um, að við erum að vinna að þessu. Með beztu kveðju. Gunnar Helgason. Bréfið er skrifað á haus Sjálfstæðis- flokksins. Á vefnum bjarnibenediktsson.is – sem er afar fróðlegur vefur undir Borg- arskjalasafni – er að finna margháttaðar upplýsingar um persónur fólks og póli- tískar skoðanir einstaklinga. Þannig er þar svo dæmi sé tekið listi yfir alla íbúa á Skólavörðustíg árið 1932 og alls staðar kemur fram hvaða stjórnmálaskoðanir þeir hafa. Þá er á vef þessum skjal sem er sagt vera dagbók Inga R. Helgasonar í nokkra daga sumarið 19513 og fleira og fleira. Engar skýringar eru á vefnum um það af hverju þetta skjal Inga er þarna enda er uppruni þess vafasamur. Álf- heiður Ingadóttir, dóttir Inga, afhjúpaði ósannindin um þetta skjal í blaðagrein 24. janúar síðastliðinn, en skjalið sýnir hvernig andstæðingar sósíalista unnu á þessum árum. Það skal tekið fram að Borgarskjalasafnið brást myndarlega við ábendingum Álfheiðar og er það sannar lega þakkar vert.4 En flest það sem hér hefur verið nefnt er þó löglegt og samkvæmt þeim reglum sem tíðkuðust í samfélaginu. Það sýnir að völdum Sjálfstæðisflokks- ins fylgdi víðtæk skráning á skoðunum fólks og enginn fékk að vera óhultur. Það var ekki til svo lítil íbúðarhola í landinu að auga stóra bróður, Flokksins mikla, fylgdist ekki með högum fólks því eftirlitinu með pólitískum skoðun- um fylgdi eftirlit með öllu öðru. Til að mynda er fróðlegt plagg í þessum skjöl- um Bjarna Benediktssonar þar sem skráð eru „til gamans“ viðhorf sextíu íslenskra rithöfunda til stjórnmála- flokka árið 1953.5 Gallinn var sá að Flokkurinn var svo risastór og völd hans svo ofboðsleg að hættan á misnotkun var meiri þarna en nokkurs staðar annars staðar. Skrár annarra flokka voru eins og tíst í spör- fugli borið saman við lúðrasveit þegar Flokkurinn var annars vegar. Hann gat vegna stærðar sinnar notfært sér þessar upplýsingar við að ráða fólk í vinnu, við að dæma fólk, við að neita öðrum um vinnu. Frá slíku er til dæmis sagt í ævi- sögu Gunnars Thoroddsen eftir Guðna Th. Jóhannesson. Að þessu leytinu bjuggum við á Íslandi í einsflokksríki og valdaþörf/- sýki Flokksins átti sér engin takmörk; lögin voru honum nefnilega ekki endi- lega fjötur um fót. Það hefur nú komið í ljós að hann lét takmörk laganna ekki stöðva sig. Hann óð áfram eins og skrið- dreki yfir allt og inn í hvert einasta hús. Það liggur líka í eðli máls að sá sem hefur völd vill a) tryggja þau völd og b) auka þau völd. Styrmir Gunnarsson segir í bók sinni (bls. 13) „að í þeirri baráttu hafi stund- um verið réttlætanlegt að fara út fyrir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.