Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Qupperneq 139

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Qupperneq 139
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2015 · 1 139 tækju þátt í alþjóðlegri myndlistarsýn- ingu 1953. (Draumurinn um hreint form. Listasafn Íslands 1998 eftir Ólaf Gíslason) Sami hótaði að láta rífa Lista- mannaskálann ef hann yrði leigður fyrir kosningaskrifstofu Sósíalistaflokksins í Reykjavík og enn var sami að verki þegar ákveðið var að svipta myndlistar- menn styrk sem lofað hafði verið til áðurnefndrar alþjóðlegrar sýningar – af því að ráðherrann fékk ekki að ráða því hverjir tækju þátt í sýningunni. Allt gerðist þetta 1953. Og nú verður að rifja það upp að Sósíalistaflokkurinn var ekki jaðarflokkur og ekki fámenn klíka. Hann fékk 28,5% atkvæða í borgar- stjórnarkosningunum 1946. Einsflokkskerfi Þarna var hugmyndafræði einsflokks- kerfisins að verki; en komum að því síðar, fyrst um bók Styrmis. Það er mik- ilvægt sem fram kemur á síðu 14 að hann telur að skýrslurnar sem sam- starfsmaður hans skrifaði „hafi ekki að geyma nein stórtíðindi og mörgum mun finnast þetta karp eitt.“ Ég er sammála því; skýrslurnar eru aðallega um innan- flokksátök í Sósíalistaflokknum og Alþýðubandalaginu á þessum tíma. Þau átök snerust um skipulagsmál hreyfing- arinnar; ekki um áherslur í innanlands- málum né utanríkismálum. Þau átök sem sagt er frá voru tæknileg en ekki pólitísk nema að mjög litlu leyti. Styrmir segir um niðurstöður njósn- anna: „Sú vitneskja veitti okkur ákveðna öryggistilfinningu.“ (bls 113). Það er nú gott, þá var til einhvers barist! Skýrslur Styrmis eru yfirleitt ekki beint frá fund- um í Sósíalistaflokknum eða Alþýðu- bandalaginu. Uppljóstrarinn hefur engar upplýsingar úr æðstu stofnunum þessara flokka nema af afspurn, en hann hefur setið nokkra félagsfundi í Sósíal- istafélagi Reykjavíkur og í Æskulýðs- fylkingunni í Reykjavík og  tvo fundi í Alþýðubandalaginu í Reykjavík. Samtals eru birtir 33 kaflar úr skýrslum og greinum sem Styrmir hefur skrifað eftir uppljóstraranum. Frásagn- irnar eru frá tímabilinu 1961 í október og fram í ágúst 1968. 14 þættir eru frá árinu 1963, 10 frá árinu 1962. Rosalega stór hluti er um framboðsmál Alþýðu- bandalagsins vorið 1963. Hefur einhver áhuga á því ennþá? Stundum fellur upp- ljóstrarinn fyrir eigin frásagnargleði og Styrmir með honum. Þannig segir hann til dæmis frá fundi í einni deild Sósíal- istafélags Reykjavíkur þar sem einn þeirra sem stunduðu nám í Austur- Þýskalandi kom á fundinn: „Skýrði hann frá því að hann stundaði nám við skóla þar sem kennd væri pólitík og njósnir en myndi hafa annað nám að yfirvarpi …“ (bls. 123) Ekki verður að telja líklegt að stúdentinn hafi sagt svona frá. Á einum stað er sagt frá því að þeir Brynjólfur Bjarnason og Jón Rafnsson muni flytja tillögu um að reka Einar Olgeirsson úr flokknum. Bull. Á nokkr- um fleiri stöðum í skýrslunum eru svona stórkarlalegar fullyrðingar sem styrkja ekki trúverðugleika þeirra. Var uppljóstrarinn að ljúga að Styrmi og hafa hann að fífli? Stundum. Að sumu leyti er öll þessi umræða til marks um botnlausan barnaskap. Það vissu allir allt um alla í Reykjavík á þessum árum; við vorum svo fá. Og það er ótrúleg einfeldni að sitja á kvöldin og nóttunni og borga manni fyrir að dæla í sig þvælu sem engu máli skipti þegar upp er staðið eins og Styrmir viður- kennir. Barnaskapurinn lýsir sér líka í því að tala um áhrif íslenskra sósíalista á þessum áratugum eins og þau hafi öll verið runnin undan rifjum Kremlverja. Hvað með Dagsbrún, Iðju, Félag járn- iðnaðarmanna, Trésmiðafélagið, Iðn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.