Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Side 144
Höfundar efnis:
Aðalsteinn Ingólfsson, f. 1948. Listfræðingur og hefur ritað fjölda bóka um þau efni.
Árið 2013 kom út bók hans um Karólínu Lárusdóttur málara.
Ana Stanicevic, fædd 1985. Meistaranemi í Norðurlandafræðum við Háskóla Íslands
og aðstoðarkennari í íslensku sem öðru máli. Þýðing hennar á Mánasteini eftir Sjón
er væntanleg á næstunni í Serbíu.
Árni Blandon Einarsson, f. 1950. Bókmenntafræðingur og framhaldsskólakennari.
Bjarni Bernharður, f. 1950. Skáld og listmálari. Væntanleg er ljóðabók hans Koss
leðurblökunnar.
Bryndís Björgvinsdóttir, f. 1982. Þjóðfræðingur og rithöfundur. Bók hennar Hafnfirð-
ingabrandarinn hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2014.
Dagný Kristjánsdóttir, f. 1949. Prófessor í íslenskum nútímabókmenntum við HÍ.
Einar Bragi, 1921–2005. Eitt svonefndra atómskálda, sem voru brautryðjendur
nútímaljóðagerðar á Íslandi og gaf út tímaritið Birting á sjötta og sjöunda áratug
síðustu aldar ásamt félögum sínum.
Gísli Sigurðsson, f. 1959. Rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar. Árið
2013 kom út bók hans Leiftur frá horfinni öld.
Guðmundur Emilsson, f. 1951. Hljómsveitarstjóri.
Guðrún Hannesdóttir, f. 1944. Ljóðskáld og bókasafnsfræðingur. Á síðasta ári kom út
eftir hana ljóðabókin Slitur úr orðabók fugla.
Kjartan Már Ómarsson, fæddur 1981. MA í bókmenntafræði og stundakennari í HÍ.
Kristín Ómarsdóttir, f. 1962. Rithöfundur. Væntanleg er nú í vor skáldsaga hennar
Flækingurinn.
Ófeigur Sigurðsson, f. 1975. Rithöfundur. Bók hans Öræfi fékk íslensku bókmennta-
verðlaunin fyrir árið 2014.
Nína Tryggvadóttir, 1913–1968. Listmálari.
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, f. 1975. Bókmenntafræðingur og íslenskukennari,
búsettur í Þýskalandi.
Saint-Pol-Roux, 1861–1940. Franskt skáld sem orti í anda symbólismans.
Snorri Baldursson, f. 1954. Líffræðingur og þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði.
Bók hans Lífríki Íslands – vistkerfi lands og sjávar fékk íslensku bókmenntaverð-
launin fyrir árið 2014.
Steinunn Jóhannesdóttir, f. 1948. Rithöfundur. Fyrir síðustu jól kom út bók hennar
Jólin hans Hallgríms.
Svavar Gestsson, f. 1944. Fyrrverandi ráðherra. Árið 2012 sendi hann frá sér ævisögu
sína, Hreint út sagt.
Þorsteinn Antonsson, f. 1943. Rithöfundur og fræðimaður. Árið 2013 kom út eftir
hann greinasafnið Á jaðrinum.
Þorsteinn Þorsteinsson, f. 1938. Bókmenntafræðingur. Á síðasta ári kom út bók hans
Fjögur skáld.
Þorvaldur Gylfason, f. 1951. Prófessor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Bók hans
Hreint borð kom út árið 2012.
Þórbergur Þórðarson, 1889–1975. Einn áhrifamesti og listfengasti rithöfundur síðustu
aldar á Íslandi.