Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Qupperneq 5

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Qupperneq 5
Ve i s l a í fa r a n g r i n u m TMM 2016 · 1 5 tungumál en sú eina tunga sem var færð á letur á tólftu öld, því að land- námsmennirnir komu víða að – meirihluti kvenna upprunninn á Bretlands- eyjum. En ein samræmd tunga, móðurmál þeirra sem mestu réðu og komu úr Noregi, varð ofaná með tökuorðum úr írsku, latínu og öðrum málum. Strax frá elstu kennslubókinni í íslensku, Fyrstu málfræðiritgerðinni, þar sem málinu var sett stafróf, hefur verið ótrúleg samfella í íslensku ritmáli, þannig að nútímamaður læs á íslensku getur notið Njálu án þess að lesa hana í þýðingu. Jafnvel þó að margt í þeirri bók fari fyrir ofan garð og neðan hjá ungum lesanda í dag, stöku orðalag eða vísanir í siði, reglur og látbragð sem tilheyra öðrum tíma, þá er sagan sjálf, mannlýsingar og samtöl, enn ljós- lifandi. Slíkt samhengi er fágætt í veröldinni en þó ekki einstætt. Í Íran er samskonar áreynslulítil tenging við horfna gullöld. Miðaldaskáldin Saadi og Hafez eru samtímaskáld Snorra og Eysteins á þrettándu og fjórtándu öld, elskuð þjóðskáld Persa og kveða milliliðalaust inn í okkar samtíma. Engra þýðinga er þörf. Í borginni Syraz er heillandi að sjá margmenni hvern dag við grafhvelfingar þeirra og á sama hátt ætti Snorri að draga fjöldann heim í Reykholt. Þetta samband við fortíðina er ómetanlegt hvort sem mælt er á andlegar eða veraldlegar mælistikur. Það stækkar okkar eigin tíma og minnir á að umfang heimsins mælist ekki aðeins í metrum og ljósárum, heldur í hug- myndum og reynslu mannsins á sögulegum tíma. Hversu takmörkuð sem þessi innsýn í aldagömul hugskot og örlög kann að vera veitir hún okkur óviðjafnanlega tilfinningu fyrir því sammannlega og bregður skæru ljósi á líf okkar sem nú erum á dögum. Þetta kennir okkur auðmýkt gagnvart öllu því fólki sem fór á undan okkur, en leit út eins og við og sagði sögur af sér sem gætu eins verið um okkur að breyttu breytanda. Frá þrettándu öld hafa íslenskir lesendur og hlustendur brotið heilann um sálarlíf Hallgerðar og Gunnars. Það er samfella í sköpunarferlinu. Ritun Njálu var ekki lokið þegar hún var skrifuð á skinn í lok þrettándu aldar. Nýir skrifarar og ritstjórar endur- skópu, felldu úr og bættu við orðum og spunnu þráð í þennan litskrúðuga vefnað. Strax á síðmiðöldum unnu listamenn úr bókmenntaarfinum, ortu rímur, kvæði og skrifuðu nýjar sögur; síðar máluðu nýjar kynslóðir myndir, skrifuðu leikrit og bjuggu loks til kvikmyndir. Nú sjáum við Njálu túlkaða í kröftugu samspili ólíkra listamanna á fjölum Borgarleikhússins. Þessar gömlu bókmenntir – og ekki aðeins Íslendingasögurnar – hafa reynst sístreym andi uppspretta um aldir, ekki bara fyrir okkur Íslendinga heldur er unnið úr þessum sameiginlega arfi um allan heim, allt frá því að þær urðu fyrst aðgengilegar í þýðingum í byrjun nítjándu aldar. Wagner og Tolkien eru fræg dæmi; Game of Thrones nýlegra. Eddukvæðin sem varðveittust á Íslandi eiga sér rætur í rammri forneskju og með margvíslegum skrifum sínum varð- veittu Íslendingar heiðinn arf og forna menningu í einhverri mynd. Ekki þarf að fjölyrða um að þetta efni hefur allt gildi í sjálfu sér. En við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.