Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 12
G u ð r ú n N o r d a l 12 TMM 2016 · 1 stakur fræðimaður og einn mesti verkmaður sem unnið hefur í safninu. Jón lagði grunn að nútímalegri skráningu safnsins og gaf út lykilverk eins og Fornbréfasafnið sem lagði grundvöllinn að kröfunni um sjálfstæði.12 Hann safnaði líka handritum og varð safn hans, sem nú er varðveitt í Lands- bókasafni-Háskólabókasafni, stærsta safn íslenskra handrita í einkaeigu á eftir safni Árna Magnússonar. Þegar sigur vannst í sjálfstæðisbarátt- unni losnaði um þessi pólitísku tengsl, nema að þau ber stundum á góma í ræðum á tyllidögum. Fræðimenn voru ekki lengur ómissandi hlekkur milli þeirra sagna og kvæða sem fólu í sér eina af réttlætingunum fyrir sjálf- stæði þjóðarinnar og breyttust í frjálsa vísindamenn. Sem betur fer. En ekki hefur gengið greiðlega að færa nýjar niðurstöður rannsókna inn í pólitíska umræðu, t.d. um landnámið og miðaldamenningu okkar, svo að enn lifa gamlar klisjur góðu lífi. Við lifum nú í gerbreyttu samfélagi frá því sem var um miðja síðustu öld en við erum sumpart enn með í farangrinum gamlar hugmyndir um hug- vísindin, sögu Íslands og íslensk fræði sem áttu við á öðrum tíma. Því má ítreka gamla spurningu: ‚siglum við með lík í lestinni’? Erum við enn með gamlar hugmyndir um þjóðina og menningu hennar og sögu í farteskinu, og eigum við því á hættu að þær minningar sem geymdar eru í rituðum heimildum séu skoðaðar í þjóðernislegu ljósi? Og ef svo er, er þá ekki kominn tími til að grafa líkið og dúka fremur veisluborðið? Sókn íslenskrar menn- ingar má ekki byggjast á þjóðernislegum rökum eða einskærum verndar- sjónarmiðum, heldur á menningar- og efnahagslegum rökum og á styrk móðurmálsins. Íslenskan opnar okkur nefnilega leiðina út í heim. Hún er jafn alþjóðleg og önnur tungumál heimsins þó að hún sé okkar móður- mál. Því frjórri og fjölbreyttari sem hugsun okkar er á móðurmálinu því færari verðum við að tala önnur tungumál, skilja aðra og tjá okkur. Byggir fjölmenningarsamfélagið ekki einmitt á margskonar menningu og tungu- málum og eru verðmætin ekki fólgin í fjölbreytileikanum og skilningi þjóða á millum? Þessar spurningar verða miklu meira aðkallandi nú á síðustu ólgutímum þegar fólk í miðausturlöndum og víðar um heim er þvingað til að flýja heim ili sín og leita sér bjargar í öðrum löndum órafjarri fósturjörð sinni. Þeir miklu fólksflutningar sem nú eru í Evrópu eru ekki nýir af nálinni. Saga álf unnar einkennist af sífelldum fólksflutningum og geymir mikla reynslu af samlífi ólíkra menningarhópa. Sú saga er ekki slétt og felld fremur en saga okkar Íslendinga. Landnámsmenn komu hingað úr ýmsum áttum og blönduðust í nýja landinu. Á ýmsum skeiðum var mikill samgangur við ólíkar þjóðir, ekki síst í tengslum við veiðar erlendra þjóða í norðurhöfum. Mikil sam- skipti voru til að mynda við Baska á sextándu og sautjándu öld, og Frakka á nítjándu öld. Spánverjavígin árið 1615 minna óþægilega á hvernig tor- tryggni og óöryggi ala af sér átök og blóðugt ofbeldi. Ómetanlegir basknesk- íslenskir orðalistar frá sautjándu öld, sem varðveittir eru í Árnastofnun,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.