Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Qupperneq 36

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Qupperneq 36
J ó n Ó l a f s s o n 36 TMM 2016 · 1 svo langt, eins og sumir hafa gert, að telja meðferð Alþingis á drögum Stjórnlagaráðs, og þá einkum á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, stórfellda misbeitingu valds, jafnvel valdarán. Við getum auðveldlega séð að lýsing Kristjáns Hreinssonar á stjórnmálamönnum fellur vel að slíkri túlkun. En ég ætla að halda því fram að það sé ekki hjálplegt að greina þessa atburðarás sem dæmi um spillingu. Ástæðurnar hanga saman við atriðin fjögur sem ég nefndi hér fyrir ofan. Í fyrsta lagi hefur enginn kjörinn fulltrúi skýra siðferðilega skyldu um að fylgja vilja fólksins hverju sinni, sama hversu skýrt hann er tjáður. Það þýðir ekki að stjórnmálamenn geti gert hvað sem er, en það þýðir að þeir geta hverju sinni farið og rökstutt aðrar leiðir. Í öðru lagi er sú ákvörðun stjórn- málamanns í því kerfi sem við búum við að fara ekki eftir eigin sannfæringu heldur fylgja tiltekinni túlkun á vilja fólksins ekki dæmi um að hann eða hún kjósi að beita ekki völdum sínum, heldur birtist í henni annaðhvort uppgjöf gagnvart utanaðkomandi vilja, eða umdeilanleg beiting valds. Með því að styðja einhverja stefnu er hver sá sem hefur völd hverju sinni líka að lýsa því yfir að hann eða hún geri þessa stefnu að sinni. Það er þess vegna mjög hættulegt að skilja á milli vilja og vitsmuna fulltrúans og vilja fólksins eins og hann eða hún geti verið hlutlaust tæki almennings. Í þriðja lagi felst ábyrgð stjórnmálamanns meðal annars í því að átta sig á mögulegum markmiðum og velja þær leiðir sem líklegastar eru til að þjóna því markmiði. Sé til dæmis ljóst að stuðningur við ákveðið málefni á tilteknum tíma er ekki líklegur til að ná árangri sem stefnt er að, þá er ekki óeðlilegt að hugað sé að öðrum leiðum sem geta falist í því að bíða, leita málamiðlana eða öðru. Í fjórða lagi hljóta stjórnmálamenn að hugsa um markmið og málefni út frá veruleika og ríkjandi kerfum hverju sinni. Þeir verða því að vera strategískir, jafnvel þó að slíkt kosti gagnrýni og tímabundnar (eða langvarandi) óvinsældir. Það er mikið til í frasanum um að stjórnmál séu list hins mögulega. Í samfélagi þar sem nokkur mismunandi kerfi þurfa að vinna saman til að halda utan um ákvarðanir, stefnumótun, lagasetningu og framkvæmdir er sú stað- reynd að hópar og einstaklingar innan kerfanna nota þau til að ná tilteknum pólitískum markmiðum ekki spilling í eðli sínu. Eitt af því sem stjórnmálamenn eru iðulega í aðstöðu til að gera, jafnvel þeir sem eru hverju sinni í minnihluta, er að koma í veg fyrir framgöngu mála sem þeir eru á móti. Þetta er ekki spilling, heldur eðlileg afleiðing stjórnmálahefðar sem leggur höfuðáherslu á samkeppni hugmynda. Með öðrum orðum: Stjórnmálaflokkur, sem þó hefur ekki meirihlutafylgi, er samt í aðstöðu til að koma í veg fyrir framgang máls og gerir það, er ekki af þeim sökum spilltur. Slíkt er hluti valdakerfisins sem flokkurinn tilheyrir og það þýðir að fleira þarf að gera til að koma málum í gegn en að afla upp- lýsinga um vilja meirihluta þjóðarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.