Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 53
„ A l l t s e m þ ú g e r i r b r e y t i s t í r e y n s l u “ TMM 2016 · 1 53 við að þessar hugmyndir um reynslusögur, játningabókmenntir, eða hvað við viljum kalla þær, hafi komið upp í hugann í umræðunni sem átti sér stað hér á landi fyrir jólin 2015 þegar bækur Hallgríms Helgasonar (Sjóveikur í München), Jóns Gnarr (Útlaginn) og Mikaels Torfasonar (Týnd í paradís) voru spyrtar saman í hóp tilfinningasölukláms.1 Þær umræður voru ekkert sérlega upplýsandi um verkin sem um ræðir, en sögðu manni þó nokkuð um staðsetningu sjálfsævisögunnar í stigveldi bókmenntanna. Ekki síður var það athyglisvert að sjá hvernig það horfir við þegar karlmenn segja reynslusögur, því að ekki hefur maður orðið var við slíkar viðtökur við sjálfs- ævisögulegum verkum Elísabetar Jökulsdóttur, Þórunnar Jörlu Valdimars- dóttur eða Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur á umliðnum árum, en allar hafa þær leikið sér með sjálfsævisögulega formið á einhvern máta.2 En við gætum líka notað orðið ‚reynslusaga‘ yfir annars konar bókmenntir (sem þó geta á stundum skarast við flokkinn hér að ofan), þ.e. þær sem byggja á þeirri hugmynd að reynsla veiti þekkingu, jafnvel kennivald, eins og í vel þekktum enskum frasa ‚the authority of experience‘. Sá frasi heyrðist oft í baráttu ýmiss konar hópa fyrir réttindum sínum á liðinni öld. Þá varð stundum sjálfsævisagan fyrir valinu sem baráttutæki, verkfæri sem hentaði einmitt vel til að koma röddum sem lítt höfðu heyrst á framfæri. Þá er talað í nafni reynslunnar af því að tilheyra ákveðnum kúguðum hópi vegna litarháttar, kyns, kynhneigðar o.s.frv. Í þess konar reynslusögum er höf- undur fulltrúi hóps, hans líf er á einhvern hátt dæmigert fyrir örlög og hlut- skipti hópsins og sagan getur mögulega breytt einhverju þar um. Lesendur fá tækifæri til að lifa sig inn í líf höfundarins og þannig kynnst af eigin ‚raun‘, ef svo má segja, stöðu hans, áttað sig á þörfinni fyrir breytingar og tengt betur við slíka frásögn heldur en abstrakt pólitíska umræðu. Ákveðinn boðskapur liggur því gjarnan til grundvallar, þær eru ákall um athygli, um breytingar og eitt af höfuðritum slíkra sagna væri þá The Autobiography of Malcolm X sem Alex Haley skrifaði. Reynsla á þessum vettvangi gefur rétt á rödd, á frásögn, en þá fylgir sá böggull skammrifi að sá sem hefur ekki reynslu hefur ekki rödd, sem er kannski ekki ákjósanleg niðurstaða. Reynsla er þá prófsteinn á þekkinguna, kennivaldið, og íslenska orðtakið að þessi eða hinn ‚hafi aldrei migið í saltan sjó‘ lýsir hugsuninni þar að baki í hnot- skurn. Sú hugmynd býður þó þeirri hættu heim að freistandi verður að búa sér til slíka reynslu, að þykjast hafa migið í saltan sjó, jafnvel að taka reynslu annarra og gera að sinni. Reynslan verður í svona tilvikum eftirsóknarverð því hún veitir ákveðið vald. Falsanahættan er þó ekki síður bundin við fyrri flokkinn þar sem markaðurinn fyrir reynslusögur hefur oft reynst mun gjöfulli en fyrir skáldsögur.3 Þrátt fyrir þessa margvíslegu fyrirvara þá eru reynslusögur sem eru settar fram til skilnings og meðvitundar um ákveðna pólitíska eða samfélagslega sýn oft merkilegt og frumlegt framlag í pólitíska baráttu og sumar þeirra hafa ótvírætt bókmenntalegt gildi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.