Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 54
G u n n þ ó r u n n G u ð m u n d s d ó t t i r 54 TMM 2016 · 1 Minningar og skáldskapur Nú um síðustu jól birtist þriðja bindið í sjálfsævisögulegum bókaflokki Jóns Gnarr sem er unninn í samvinnu við Hrefnu Lind Heimisdóttur.4 Indjáninn kom út 2006, þá Sjóræninginn 2012 og nú síðast Útlaginn 2015. Bækurnar hafa notið töluverðra vinsælda, vakið þó nokkra athygli og umtal og verið þýddar á nokkur tungumál. Fyrri tvær bækurnar báru undirtitilinn skálduð ævisaga, en það gerir Útlaginn ekki, en ekki er laust við að manni þyki að hér hafi verið full ástæða til að halda í þann undirtitil af viðbrögðunum að dæma, en sem frægt er hafa fyrrverandi skólafélagar á Núpi og fleiri mótmælt ýmsu sem fram kemur í frásögninni.5 Það er þó kannski ekki einfalt að átta sig á hvað titillinn ‚skálduð ævisaga‘ þýðir – spurningar vakna á borð við hvað er ‚skáldað‘ og hvað ekki og eru til sjálfsævisögur þar sem skáldskapur kemur ekki við sögu? Verkin þrjú eru uppvaxtarsaga; barnæska og unglingsár eru skoðuð í baksýnisspeglinum og eins og oft er undir ákveðnum formerkjum. Í eftir- mála Indjánans undir titlinum „Fáein orð frá höfundi“ segir: „[Bókin] er ekki alveg sönn. Þó er engin bein lygi í henni. […] Ég skrifa eftir minni. Sumt man ég hreinlega ekki og þarf því að stóla á minni annarra.“6 Þessi hugsun hefur hljómað í aðfaraorðum, inngöngum og eftirmálum sjálfs- ævisagna um langa hríð og eru dæmin of mörg til að hér verði upp talið. Nærtæk íslensk dæmi eru þó inngangsorð Guðbergs Bergssonar að minn- ingabók sinni Faðir, móðir og dulmagn bernskunnar (1997) og umfjöllun Sigurðar Pálssonar um minnið í Bernskubók (2011).7 Innihaldið er gjarnan á þá leið að sannleikurinn í sjálfsævisögum byggi fyrst og fremst á minni þess sem skrifar, ekki á ítarlegum sagnfræðilegum rannsóknum og því er sann- leikurinn einstaklingsbundinn, bundinn við skilning höfundarins á sjálfum sér og sinni sögu, sínu minni, sinni sjálfsmynd, frekar en sannreynanlegum atburðum. Minnið er brigðult, óáreiðanlegt og minningar þróast og breytast með tímanum, sem hráefni frásagnarinnar er það óstabílt efni en óskaplega heillandi og knýjandi að koma því í orð. Fyrirvarar sem þessir eru einhvers konar ákall til lesandans, tilraun til að koma á sambandi og hafa áhrif á les- háttinn, en einnig ákveðin leið til að fría sig ábyrgð á því að aðrir gætu haft allt aðrar hugmyndir um eða minningar af sömu atburðum. Það telst nú eiginlega ekki til tíðinda að sjálfsævisagan sé ekki sagnfræði í hefðbundnum skilningi, Halldór Laxness segir til dæmis í Úngur ég var: „Sögu sín sjálfs getur einginn sagt, hún verður því meira þrugl sem þú leggur meira á þig til að vera sannsögull.“8 En kannski felst vandinn í því að í umræðunni er ekki endilega haldið til haga muninum á ævisögunni, sem byggir á rannsóknum á heimildum og þvíumlíku, og sjálfsævisögunni sem að jafnaði byggir fyrst og fremst á minninu, sjálfsskilningi og sjálfsmyndartilbúningi. Þá fylgir oft að höfundur lýsi því jafnframt yfir að hann sé alls ekki að skrifa sjálfs- ævisögu, Guðbergur Bergsson nefndi sínar minningabækur ‚skáldævisögu‘,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.