Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 56

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 56
G u n n þ ó r u n n G u ð m u n d s d ó t t i r 56 TMM 2016 · 1 af yfirþyrmandi og útblásnum fullyrðingum, í tegund af gríni sem þrungið er alvöru, trega og jafnvel sorg. Þessi stílbrögð einkenna margar af þeim sögum sem sagðar eru, gefa þeim kraft og þótt þær séu ekkert grín, eru þær á stundum bráðfyndnar. Áberandi er frá byrjun hvernig sögumaður staðsetur sjálfan sig stöðugt utan við samfélag og félagsskap, hvort sem það er í fjölskyldunni, meðal jafnaldra eða í skóla og áhrifin sem þetta hefur á sjálfsmynd og tilfinningalíf sögumanns er í forgrunni. Þetta er sköpunarsaga úrkastsins, utangarðs- mannsins, og staða hans í heiminum er sögð hafa verið ljós frá byrjun: „En eftir fæðinguna blasir önnur hryllileg staðreynd við: Ég var rauðhærður“ (I, 10). Hann er umsvifalaust útlægur ger úr fjölskyldunni því í augum ömm- unnar sýnir háraliturinn að hann sé „bastarður, svartur sauður í glæsilegum sauðahópi, og ljótur blettur á fjölskyldumyndinni“ (I, 10). Sjálfsmyndar- sköpunin er því skýr frá byrjun: Hann er óvelkominn, öðruvísi en aðrir og jaðarsettur frá fyrstu stundu. Þannig lýsir hann upphafi sínu og æsku og hann samsamar sig fljótt við aðra jaðarhópa, þá sem hugsa öðruvísi og lifa á annan máta. Hann lýsir því yfir að hann sé indjáni en ekki kabboji, kabbojar eru nefnilega ferkantaðir, en indjánarnir frjálsir (I, 40–41). Eins og áður segir samanstendur textinn fyrst og fremst af stuttum anekdótum, en er þó á stundum brotinn upp, t.d. með tveimur skýrslum frá geðdeild Barnaspítala Hringsins, sem lýsa drengnum að því er virðist frá sjónarhóli læknavísindanna: „Hann virðist mjög fjarlægur fólki, félagsleg aðlögun er langt á eftir því sem svarar til aldursins“ (I, 51). Ekki er lagt neitt frekar út af þessum skýrslum, þær eru þarna sem eins konar sönnun fyrir bágri stöðu barnsins og eiga þá væntanlega að skýra margt sem á eftir fer (hvort sem þær eru tilbúningur eða ekki). Skólagangan byrjar strax illa og versnar svo og er það rauði þráðurinn í gegnum verkin þrjú. Skólinn stendur þá fyrir ‚kerfið‘ í heild sinni; kerfið sem getur ekki tekið á móti ‚indjánum‘ heldur bara ferköntuðum ‚kabbojum‘. Hann getur ekki lært og varla hugsað: „Ég er að reyna að hugsa en ég get það ekki“ (I, 83). Og á endanum verða allir þreyttir á honum. Þetta ástand er gegnumgangandi í allri hans skólagöngu og um tilraunir sínar til náms á unglingsárum segir í Útlaganum að hann hafi verið eins og „haltur maður að taka þátt í kapphlaupi eða á einhvern hátt að reyna að gera eitthvað sem ég væri líkamlega ófær um“.11 Þetta basl hans með lærdóminn og baráttan við skólakerfið setur mark sitt á allan hans upp- vöxt og veldur endalausum vandamálum. Hér er jaðarsetningin ekki upp- spretta gefandi krafta og skapandi hugsunar eins og rómantískar hugmyndir um slíkar manneskjur segja til um, heldur veldur þetta fyrst og fremst vanlíðan og einsemd: „Mér finnst ekki gott að vera svona. Ég er einhvern veginn krumpaður inni í mér og ég ræð ekki við það. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Mér finnst ég vera týndur lengst inni í mér og ég rata ekki út“ (I, 84). Lýsingarnar á foreldrunum eru í senn áhrifamiklar og óvenjulegar. Ein- kennilega tilfinningasöm hegðun föðurins þegar sonurinn biður hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.