Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Qupperneq 58

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Qupperneq 58
G u n n þ ó r u n n G u ð m u n d s d ó t t i r 58 TMM 2016 · 1 kennslustund um anarkisma. Helstu stefnumál anarkismans eru útskýrð fyrir lesandanum, en þá ekki bara í sögulegu ljósi stefnunnar sjálfrar, heldur má þar sjá kirfilegan samslátt persónulegrar reynslu, persónugerðar, til- finninga og pólitískra kerfa. Hér er ekki um að ræða analýtíska fjarlægð á viðfangsefnið, heldur fremur allsherjar sýn á kerfið sem byggir fyrst og fremst á tilfinningum og persónulegri reynslu.14 Því má sjá umræðuna um anarkismann í verkunum sem einhvers konar útskýringu eða upprunasögu pólitíkur Besta flokksins. Þessi tegund af stjórnmálaumræðu, reynsluvið- horfið, var oft áberandi í borgarstjóratíð Jóns Gnarr. Þetta átti til dæmis við um deilur um skólakerfið: „Það er ónýtt því það brást mér“, var gjarn- an viðkvæði Jóns – en slíkar skoðanir og fullyrðingar voru misvinsælar meðal skólafólks og stjórnmálamanna. Í viðtali við Vísi 2011 gagnrýnir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri-Grænna, Jón fyrir að rifja stöðugt upp eigin reynslu af menntakerfinu þegar mikill niðurskurður blasti við: „Borgarstjóri fór upp í pontu og lýsti skólagöngu sinni. Þetta er ekki í fyrsta skipti og ekki í annað skipti sem hann fer yfir það hvernig honum leið þegar hann var í skóla. Hann minntist hins vegar ekki einu orði á börnin sem núna eru í skóla,“ sagði Sóley og bætti því við að hún bæðist „undan því að borgar- stjóri kæmi fram með sínar persónulegu reynslusögur án þess að leggja neitt til málanna.“15 Reynslusagan á nefnilega ekki alltaf uppá pallborðið. Svona viðhorf byggja ekki á rannsóknum eða ráðgjöf þeirra sem þekkja til, þau hafna þannig ‚prófessjónalisma‘ sem hluta af kerfinu og þá ræðst umræðan fyrst og fremst af fortíð og reynslu þess sem talar. En pönkið er ekki bara pólitík. Tónlistin var líka fyrir sögumann frelsandi afl, eða eigum við að segja, hefði getað verið það. Sögurnar af hljóm- sveitarferlinum flækja nefnilega aðeins áhrif þessara hvarfa sem vendi punkts og upphafs að nýrri sjálfsmynd í verkinu. Draumar hans virðast hafa ræst þegar hann stofnar hljómsveitina Nefrennsli, en hann ræður ekki alveg við að verða þessi nýi Jón og finnst algjörlega óbærileg tilhugsun að koma fram á tónleikum. Ferlinum lýkur þegar hann lætur sig svo detta fram af sviðinu frekar en að syngja (S, 131). Hér er það ekki kerfið eða samfélagið sem er honum mótdrægt, heldur hans eigin vandræðagangur og klúður. Engu að síður var pönkið það eina sem gilti, annað var drasl, og smám saman tók hringurinn að þrengjast meir og meir þar til að eina hljómsveitin sem var eftir var Crass. Sögumaður skilur ekki hvernig fólk getur hlustað á nokkuð annað: „allir voru tónlistarlegar hórur. Það hélt enginn tryggð við neitt“ (Ú, 333). Sambandsleysi, einangrun, einelti og vanlíðan eru gegnumgangandi og ná einhvers konar hápunkti, eða ættum við að segja lágmarki, í Útlag- anum. Þar eru unglingsárin undir, bókin er sú lengsta í flokknum, enda liggur sögumanni ýmislegt á hjarta. Fyrri hlutinn fjallar einkum um dvöl sögumannsins á Núpi í Dýrafirði, þeim sögufræga heimavistarskóla sem fjölmargir svokallaðir ‚vandræðaunglingar‘ úr bænum voru sendir í og margar sögur gengu um. Og síðari hlutinn eru árin sem fylgja á eftir, þar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.