Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Qupperneq 59

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Qupperneq 59
„ A l l t s e m þ ú g e r i r b r e y t i s t í r e y n s l u “ TMM 2016 · 1 59 sem hann reynir fyrir sér í ýmiss konar verkamannavinnu og kannski ekki síður í atvinnuleysi. Í þeim hluta verða enn mikilvæg hvörf. Í samsömun sinni við pönkið, anarkismann og síðar krakkana á Núpi og á Hlemmi hafði hann öðlast einhvers konar sjálfsmynd, þó brothætta, sem veitti honum aðgang að lífinu á einhvern máta. Vendipunkturinn verður hins vegar þegar gerð er aðgerð á typpinu á honum sem verður til þess að unglingasjálfs- myndin hrynur.16 Hann missir smám saman sjálfsmyndina og vitundina sem pönkið og anarkisminn gaf honum, eftir typpaaðgerðina verður hann ekkert: „Ég var ekki einu sinni Jónsi pönk lengur“ (Ú, 261). Smám saman finnur hann einhvern grundvöll á ný, flytur að heiman, kynnist nýju fólki og gerist svo „tónlistarleg hóra“ eins og hinir og breytist í nýbylgjutöffara (Ú, 348). Skyndilega er hann vinmargur, sefur hjá stelpum og virðist vera orðinn nokkurn veginn partur af meginstraumssamfélaginu. En tímabilið einkennist af miklu djammi, drykkju og pillum af ýmsum sortum. Gefið er í skyn að þetta geti ekki verið lausnin eða leiðin út. Lokahvörfin verða svo þegar hann fær einhvers konar flogakast eftir mikla djammsessjón og ‚endurfæðist‘. Hann verður fyrir vitrun, frelsast frá fyrra lífi og fyrra sjálfi, og lokaorðin eru: „Ég er frjáls“ (Ú, 384). Líkamlegt áfall hefur leitt til nýrra tíma, nýs manns. Hvörfin í verkinu gefa því ákveðinn strúktúr, tilfinningu fyrir tímanum fyrir og eftir, og endurfæðinguna í lokin má sjá sem mynd- líkingu fyrir möguleikann á því að frelsast frá óhamingju og einangrun. Í inngangi að Indjánanum er að finna hálfgerð manifesto fyrir verkið: Allt sem þú gerir breytist í reynslu. Sérhver reynsla er eins og dásamleg uppgötvun. Heilinn man, dregur ályktanir og kemur með tillögur að rökréttu framhaldi miðað við aðstæður. Fortíðin tekur að hlaðast upp eins og óflokkaður ruslpóstur. Hún kemur í humátt á eftir þér, hvert sem þú ferð. Þú berð hana á bakinu eins og svartan ruslapoka. Hún verður leiðarvísir þinn inn í framtíðina, tæki til að takast á við það sem bíður þín þar. Sérhver framtíð verður umsvifalaust að fortíð um leið og þú kemur að henni. Og eftir því sem fortíðin stækkar því fleiri skoðanir hefur hún á framtíðinni. Áður en þú veist af byrja fortíðin og framtíðin að slást um hylli þína. Þú hættir að undrast yfir kraftaverki tilveru þinnar. Allt verður venjulegt. Ævintýrið missir að lokum töframátt sinn og verður aðeins röð hversdagslegra atburða. En inni á milli fortíðar og framtíðar er núið, staðurinn sem þú komst frá áður en allt hófst. Núið er eins og kaffi. Þú klárar það og eftir situr bara korgurinn. Og þú lærir að best er að drekka það heitt. (I, 7–8) Það er kannski ekki sérlega auðvelt að fylgja hér röksemdafærslunni eða myndmálinu eftir frá reynslu til ruslpósts og kaffikorgs, en þó má segja að reynslan sé í öndvegi og áhrif hennar á líf okkar allra. Frásögnin af þeirri reynslu er fjörleg, litrík og grótesk í verkunum, en verður stundum höktandi, myndmálið stirt og stundum nokkuð um endurtekningar. En frásagnarmátinn er líka fullur af ákefð og einlægni og skýrri þörf fyrir að á hann sé hlustað. Hér á undan var minnst á reynslusögur sem einhvers konar biblíur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.