Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 93

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 93
Tu n g u m á l a æ v i n t ý r i TMM 2016 · 1 93 orðum: merkingin breytist vegna þess að rógur er eitthvað sem fylgir þeim sem vill klifra upp embættastigann. Svona er sagan alltaf að skilja eitthvað eftir sig. Grísk orð – eða rússneskar þýðingar á samsettum orðum úr grísku – ráða yfir kirkju og trúarlífi, enda fengu Rússar sína kristni frá Miklagarði. Að blessa er t.d. blagoslovitj sem er hermt eftir grísku með sama hætti og benedicere á latínu, „hafa gott orð um“, blessa. Svo líður tíminn. Pétur mikli stælir Vestur-Evrópu í stjórnsýslu og kemur með sand af latneskum og frönskum orðum yfir hana inn í rúss- neska tungu sem og hollensk orð yfir skipsparta og siglingar því hann lærði skipasmíðar í Hollandi. Á rússnesku er til orð yfir ómeti, vondan mat, shval – og ég frétti snemma að þetta væri komið úr frönsku cheval, hestur. Af hverju? Vegna þess að franski herinn slátraði hestum sínum og át þegar Napóleón þurfti að flýja frá Moskvu 1812. Síðan er ómeti shval á rússnesku. Þetta frétti ég og þótti skemmtilegt – en svo fæ ég í nýlegri orðsifjabók allt aðra skýringu. Shval er skraddari á gamalli rússnesku og Ivan Shval eða Jón skraddari hét maður sem sveik rússneska borg í hendur Svía á sextándu öld og af nafni hans er dregið orðið shval sem þá þýðir „ruslaralýður, ómenni“ en líka ómeti. Orð eiga langa sögu og á þeirri leið getur margt gerst. Seinna koma ensk orð í stórum stíl inn í rússnesku – ekki síst með íþróttunum. Fótbolti er fútbol. Mark er gol. Markvörður var meira að segja golkíper – alenskt orð. En svo gerist þetta: stundum finnst Rússum meira en nóg komið af óþarfa tökuorðum. Þeir spyrja eins og Íslendingar: af hverju eigum við ekki okkar eigin orð yfir þetta? Og þeir draga til baka sum tökuorðin. Bolti í fótboltamarki er áfram gol en golkiper, markvörður, er nú kallaður vratar. Þá taka Rússar gamalt orð yfir „hlið“, vrata, (nú vorota) og bæta við viðskeyti sem táknar mann: vratar er sá sem stendur í hliðinu og ver það svo ekki sé skorað gol. Og handbolti kom á eftir fútbol til Rússlands og hét fyrst gandbol – en ekki lengi og heitir nú rútsjnoj mjatsj – handbolti ( rúka: hönd, mjatsj: bolti) – alveg eins og á íslensku. Vel lukkaða orðasmíð hafa Rússar stundum stundað þegar þeir eru stoltir og fullir af sjálfstrausti. Þegar flugið kom til sögunnar tóku þeir fyrst upp útlend orð, aeroplan, pilot. En gerðu flugið svo að sínu máli og kölluðu flug- vélina samoljot og flugmanninn ljotsjik. Ljot er af rót sem þýðir að fljúga. Samoljot er e-ð sem flýgur sjálft, fljúgandi teppi úr ævintýrum til dæmis. Að nota slíkt orð er svipuð hegðun og hjá okkur Íslendingum þegar við vildum ekki nota telefon heldur fundum í stað þess hálfgleymt orð úr forn- eskju, sími. Svo héldu Rússar áfram – þyrla hét í fyrstu gelikopter en varð vertoljot, eitthvað sem flýgur og snýst. Og þegar Sovétmenn tóku um tíma forystu í geimrannsóknum bjuggu þeir til orðið spútnik – gervihnöttur, en það er gamalt orð í nýrri merkingu: spútnik þýðir samferðamaður, spútnik er förunautur jarðar. Þegar svo Rússar eru miður sín og ringlaðir þá gleypa þeir allt hrátt. Nú eru þeir til dæmis búnir að gleyma orðum sem þeir notuðu yfir skrifstofur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.