Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 102
Þ o r s t e i n n A n t o n s s o n 102 TMM 2016 · 1 ný, þau að hinn kristni Guð er aðeins til í fegurðinni og talar til manna með því móti. Ólíkt því sem gildir um þá frændur Jahve og Allah. Thor leitaði sér á yngri árum fyrirmynda hjá hinum kaþólsku Frans frá Assisí og Erasmusi frá Rotterdam. Heilagur Frans var svallgjarn auð- mannssonur sem varpaði frá sér gildum arfi til að fylgja eftir eigin trúar- sannfæringu. Mottóið var einmitt að fylgja ekki eftir markmiðum sínum af gætni – eins og Sigurður Nordal ráðlagði Thor að gera við eitt tækifæri þegar þeir hittust. En Thor gerði það ekki fremur en heilagur Frans, sem sjá má af skrifum Thors. Hinum mörgu ritverkum hans er títt lýst af þeim sem nasa- sjón hafa af þeim, og jafnvel lesendum sem dýpra leggjast, sem myndríkum formleysum, ólgandi af lífsástríðu, og hafa þeir mikið til síns máls. Er þó forms að vænta? Er Jakobsmynd á kirkjugafli í spænsku borginni Santiago de Compostela niðurstaða pílagrímsfarar Thors um torraktar slóðir evrópskrar kirkjumenningar frá því hann tók að skrifa um einsemd „mannsins“ á Parísar árum sínum um miðbik síðustu aldar? Thor trúði á margþætt gildi listar fyrir mannlífið, kirkjulistar sem annarrar, þess utan var hann efans maður eins og gildir um þann mann sem hefur víða ferðast, jafnt í huga sem í reynd. Heimspekingurinn Michel Foucault setti niður fyrir sér upphaf nútímans við aldamótin 1800 og hafði að viðmiði grein Immanuels Kant frá þeim árum Um Upplýsinguna. (Sjá þýðingu í Skírni 1993). Við sjálfsleit er maður ekki eingöngu á leiðinni að finna sjálfan sig, samkvæmt áhrifamikilli grein Kants, heldur getur sami maður ekki varist því að skapa sig sjálfan um leið. Þar í liggur efi sem ómögulegt er að varast úr því að maður veit af honum, sem hefur verið hið almenna álit allar götur síðan. Eftir að út barst meðal heimspekinga um niðurstöðu þess ofurnákvæma Kants týndust mörk vestrænna mennta- manna milli þekkingar og sköpunar, eftir orðum Foucault, en höfðu fram að því verið í föstum skorðum. Síðan hefur margoft reynt á þetta óræði við vísindalegar rannsóknir og niðurstaðan æ orðið sú sama. (Um þetta frekar, Óvissulögmál Heisenbergs þar sem sjálft orsakalögmálið reynist óvissu háð þegar litið er til smæstu agna efnisheimsins.) Fyrirvarinn um ónákvæmni geranda gagnvart andlagi, hvert sem það er, tók einnig að stýra hugsuðum um bókmenntafræði þegar lengra leið og í vaxandi mæli. Efi um tengsl orða og hluta, tákna og hlutveruleika. Og þá líka um mörk milli skáldskapar og veruleika. Nú er það lærðra manna álit að hefðir skilji í milli skáldskapar og fræða og ekki annað. M.ö.o. það er lesanda að ákveða mörkin. Bækur Thors eru bein afleiðing þessarar þróunar. Þegar kom fram á síðari hluta 20. aldarinnar hafði óvissan ágerst svo, að spuni var tekinn að stýra vegferð rithöfunda, fremur en þekking. Fyrri verk hans á höfundarferlinum – sem spannar um sex áratugi – eru mögnuð veita lífsnautna og angistar manns sem finnur sálarlífi sínu hvergi svigrúm. Persónur sagna hans frá miðri öldinni, fram á áttunda áratuginn, smásagna og skáldsagna, virðast haldnar valkvíða í viðstöðulítilli leit að festu meðal afurða klassískrar Evrópumenn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.