Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Qupperneq 103

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Qupperneq 103
L e i k u r a ð l a u f u m TMM 2016 · 1 103 ingar sem helstu persónur þeirra sagna eru þvílíkt sem dáleiddar af, jafnt í áþreifanleika listasafna á evrópskri grund sem goðsagna The Golden Bough Frazers, safnriti upp á 6 bindi sem í tísku var meðal menntafólks um miðja öldina og Thor lætur ferðalang sinn lifa í hálft í hvoru. Náttúra, hvort sem er mannleg eða önnur, er í mesta lagi óljós minning. Í nefndu ljóði segir um tilgang leitar þessa manns eða annars nánast eins: (…) til þess í þjáningareldi að eimast og verða af sársauka sínum hreinn svo að hann geti horfið heim og sameinast hinu Eina Formhyggja listamanna á bóhem-tímabili, fyrri hluta höfundarferils Thors, varði uns veldi ímyndunaraflsins var hafið til vegs með hagrænum hætti í eftirstríðsáramenningu undir síðustu aldarlok, eftir alda hrakning full- trúa þess, listamanna sem hinna guðræknu. Undir lok 20. aldarinnar var tækniþróunin, ekki síst vegna vígbúnaðarkapphlaupsins, komin á það stig að bjóða hverjum sem var hugbúnað við sitt hæfi innan lagakerfis sem nú er valdboð ein en áður leitaði sér heimspekilegrar, jafnvel guðdómlegrar rétt- lætingar. Í framhaldi af hinni sjeikspírsku þversögn Kants frá 18. öld, þeirri um tilvistar-efa, að vera eða ekki, hætti þekkingin að vera guðdómleg. Í stað þess guðlega einkenndi vísindaleg aðferðafræði söguþróunina næstu tvær aldir. Mannkynssagan taldist á þeim tíma vera mótunarafl á alla þekkingu og lengra væri ekki að leita um það. Tungumál hættu fyrir þessa þróun að vera gegnsæ. Veldi ímyndunar að hefðbundnum hætti, trúar, goðsagna, vitrænnar náttúru, hrundi. En hafði fram til þess einkennt söguþróunina í Evrópu og verið tekið gott og gilt í sjálfu sér af öllum stéttum íbúanna. Siðferðið fól áður í sér trú á tíðaranda og sjálfvirka, vitsmunalega fram- vindu mannkynssögunnar. En þegar lengra leið varð tæknihyggja, afsprengi vísinda, helsta áhrifaafl á mannlífið beggja vegna Atlantshafsins. Upp úr miðri 20. öldinni afvegaleiddi sú þróun marga helstu bókmenntafræðinga sem tóku með áhrifamiklum hætti að boða „dauða skáldsögunnar“ með þessu orðalagi og jafnvel „höfundarins“ líka; geranda slíkra verka. Við þessi hæpnu skilyrði mótaði Thor höfundarferil sinn og sjálfan sig. Hver eru mörkin milli manns og hlutverks hans, rithöfunda sem annarra? Bækur hans framan af ævi bera merki kaldastríðsástandsins, þær vitna um umbrotasamt tilfinningalíf sem finnur sér hvergi rætur, efasemdir um skáld- skapinn og vafa höfundarins um það, hvort skáldverk hafi nokkra merk ingu aðra en að vera höfundi og öðrum lesendum þess skammvinnt skjól meðal orða fyrir sálarlíf sitt í heimi sem vekur angist fremur en aðrar kenndir. Fyrstu tvær bækur hans, Maðurinn er alltaf einn (1950) og Dagar manns ins (1954), innihalda stutta þætti og skissur um óráð og villuráf aðkomumanns meðal rómanskra þjóða Suður-Evrópu; Frakka, Spánverja, Ítala. Í sögum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.