Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 104

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 104
Þ o r s t e i n n A n t o n s s o n 104 TMM 2016 · 1 bókanna er mikið lagt upp úr ófullnægju fólks þar um slóðir sem „manninn“ ber á flakkinu; lýst er lífsleiða gesta gangstéttarkaffihúsa sem á líðandi stund bera þó við að njóta þeirra vellystinga stórborgarlífs sem þeim eru boðnar. Þeir gestir öldurhúsanna og jafnvel skemmtanalífið allt, hlýtur falleinkunn hjá skrifara sem drepið hefur niður fæti meðal þessa fólks með blokk sína og penna. Tilgangsleysi mannlífsins á líðandi stund er lýst með síendurteknum myndlíkingum. Hugsun ritarans, sem annarra sem við sögur koma í fyrri bókum Thors, er sliguð af þunga menningar, sem veit ekki sitt rjúkandi ráð, og ekkert er nýtt undir sólunni. Hvarvetna í þessu borgalífi er hinum mörgu, sem betur lætur athöfn en íhugun, fjarstýrt með siðlausum hætti, samkvæmt fyrstu bókum Thors þremur, Andlit í spegli dropans frá 1957 með talin. Leiðir af því ósjálfræði „fólksins“ almennt siðleysi, fólk gengur ósnortið framhjá þjáningu og dauða hins vanmáttuga ef á vegi þess verður. Á þessu stigi máls- ins nefnir Thor Tao (með stórum staf) nokkrum sinnum sér til fulltingis en fer ekki dýpra í þær sakir. Tao er þá samkvæmt nefndu ljóði einingarafl gegn sundrung og óreiðu ástríðna sem fylgir því að lifa lífinu lifandi eins og það er stundum orðað. Villuráfandi svipur fyrstu bókanna um suðrænar slóðir, „maðurinn“, tekur þar eftir á sig skýrari myndir í þremur skáldsögum Thors frá sjöunda og átt- unda áratugnum, en er þó einnig á ómarkvissu ferðalagi um menningarsetur V-Evrópu og að þessu sinni einnig hugarfarslega í goðsagnaheimi Frazers. Úrlausnarefni höfundarins er enn sem áður að ná saman í eitt lýsingu á manninum sem upplifir og því sem upplifað er. Í þeim tilgangi snuðrar tungumálið um skynsvið sagnamanns í viðleitninni að fylla upp í hvern krók og kima sem fyrir ber. Og eru þá vafningarnir stundum svo viðurhlutamiklir í textanum, að orðin týna viðfangi sínu og vefjast hvert um annað eins og haustlauf undir vetur. Meistara í spuna, kallar bókmenntafræðingurinn Þröstur Helgason umræddan í viðtali í Lesbók Morgunblaðsins 9.2. 2008. Og eru sannmæli. Skáldsögurnar þrjár sem ég auðkenni með þessu orði, heita Fljótt fljótt sagði fuglinn (1968), Óp bjöllunnar (1970) og Mánasigð (1976). Þær bera allar með sér að hafa orðið til við römm átök við þá vísindalegu hugsun sem einkenndi aldarfarið í Vestur-Evrópu og víðar lengst af á 20. öldinni og firrti menn réttinum til að takast á við frumspekilegar merkingar lífsins af eigin rammleik. Þessar bækur Thors njóta vafans um hvort séu skáldsögur eða eitthvað annað, enda eru forréttindi skáldsagna, sem bókmenntaverka, að hafa í sér innbyggðan efa um hvaðeina og einnig sjálfar sig, – og hefur svo alltaf verið. Þessar þrjár sögur eru hver um sig sundurlausar í þeim skilningi að sjónarsvið „mannsins“, sem af er sagt, ákveður sjónarsvið höfundarins. Þessum ónefnda manni hættir til að hverfa, ef hann svo mikið sem lokar augunum. Eða hitt, að margræður nútími hrífur hann brott úr sögunni meðan hann tekur tímabundið á sig nýtt gervi – hann kann þá að hafa verið á ferð í annarri sögu; öðru málsniði; í öðrum texta eða orðræðu. Aðalpersóna þessara þriggja nútímaskáldsagna Thors er þó ráðnari í að lifa af en sú eða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.