Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 106
Þ o r s t e i n n A n t o n s s o n 106 TMM 2016 · 1 innanlands sem utan, á við verkefnið að finna nýrri bókmenntagrein farveg, auk skáldskapar og fræðaskrifa, sem réttlætti óskilorðsbundna sjálfsveru einstaklings. Texta þá sem hvorki heyrði undir fræðirit né skáldrit, að hefðbundnum skilningi. Einkum skáldsagnahöfundar tókust á við þetta álitamál. Það hefur alltaf fylgt höfundum af því tagi að vilja takast á við hið ómögulega. Var löngum kvöð, sem á skáldsagnahöfunda var lögð í þegn- skylduvinnu í þágu lesenda. Og ævinlega bar slíkum manni að vingast við lesendur, ekki að gleyma því eitt augnablik, því lesendur eru sú helft bók- menntadúetts sem gæðir krotið á hvítu örkinni lífi eftir forskrift höfundar. Fyrst er að gæða hóp merkingu og síðan að skilgreina sig sjálfan út frá þessum samnefnara. Reynslan sýnir að önnur leið er ekki fær ef vit á að vera í niðurstöðunni. Hverskonar samvinnu hóps eða einstaklinga um textagerð er átt við, eigi hún hvorki að flokkast undir fræði né skáldskap? Vísindaleg aðferðafræði hafði unnið að því í tvær aldir að finna sannleikann samkvæmt rökbundinni reglu og það var hópvinna og aldrei á færi eins manns að úrskurða um niður- stöðuna. Er þá á færi nokkurs manns að gera það? Nú var spurt um „mann- inn“, einangraðan í sjálfum sér. Og að því gefnu, að maðurinn væri alltaf einn, vantaði þriðju leiðina til að manneskju yrði vært við vísindi sem voru á leiðinni að þurrka „manninn“ út með formúlum sínum, sem skekkjuvald. Það vantaði tjáningarmiðil til að fást við persónulegan sannleika. Og þó ekki væri nema form fyrir draumaspuna sem skrif Thors minna oftsinnis á. Á síðustu áratugum 19. aldar fór að brydda á módernískum bókmenntum í þessum tilgangi. Málflutningi þess staka undir merki skáldskapar. Á því gekk uns póstmódernismi tók að fjalla um sagnfræðilegan veruleika upp úr seinna heimsstríði útfrá sannfæringu um að maðurinn sé alltaf einn. Nú á grundvelli útfærðrar tilvistarheimspeki. Við tóku einsögur. (Skrítið orð.) Úr þessum farvegi eru skrif Thors og undir merkið einsögur er best að fella þau. Þau eru mestmegnis vitnisburður um vitundarheim höfundar sjálfs. Líkt og þegar maður skráir draumalíf sitt – með misjöfnum árangri – og birtir öðrum. Slík leið til sjálfsþekkingar var löngu kunn áður en tók að koma fram undir merki skáldskapar. Málvitund Íslendinga þróaðist með öðru móti en nágrannaþjóðanna á Upp- lýsingaöld. Íslenskan hélt áfram að vera guðdómlegt tjáningartæki í vitund fólks í landinu fram á síðustu áratugi 20. aldar. Trúin á getu íslenskra skálda til að bera mönnum guðlegan boðskap fyrir tilstyrk tungumáls síns hélst að mestu óskert. Tungumálið hélt áfram að vera gegnsýrt ómeðvituðum til- vísunum á þjóðarfortíðina, allt aftur í gráa forneskju, á speki, atvinnuhætti, sérvisku í gamni og alvöru, uns á síðustu áratugum 20. aldarinnar að farið var með skipulögðum hætti að útrýma þessum einkennum og þar með færa íslenskt mál til nútímalegra horfs, s.s. með átaki almennrar kennslu í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.