Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Qupperneq 116

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Qupperneq 116
 116 TMM 2016 · 1 E i n a r M á r G u ð m u n d s s o n Það var strangasta refsing sem til var. Að vera sendur til Noregs. Noregur var eins konar unglingafangelsi á söguöld þó að þar væri kóngur og allt. Þangað var Grettir sendur og segir í sögu hans að margir hafi óskað honum góðrar ferðar en enginn beðið hann um að koma aftur. Seinna var Jörgen Jörgensen í svipaðri stöðu á Englandi en hann fór hvergi og var að lokum sendur til Tas- maníu með fangaskipinu Woodman.“ … Ég nefni þetta til að sýna hve nærtækur heimur Íslendingasagnanna er, í þessu dæmi Grettis saga, en hún er ekkert einsdæmi í að greina frá ungum mönn- um sem erfitt er að ala upp. Saga Jörgens Jörgensen gæti verið Íslendingasaga en hún er það ekki af því að Íslendingasög- ur eiga það eitt sameiginlegt að allar aðalpersónurnar eru Íslendingar. Jörgen Jörgensen var Dani þó að Danir kölluðu hann Englending en Englendingar köll- uðu hann Dana. Aðeins á Íslandi var hann kóngur. Saga Jörgens Jörgensen gerist auk þess á allt öðrum tíma en Íslendingasögurnar og skáldsaga mín skrifuð enn síðar. Stundum er sagt að við fáum Íslend- ingasögurnar með brjóstamjólkinni, að mæður okkar séu með Íslendingasögur í öðru brjóstinu og alls kyns ævintýri í hinu brjóstinu. Þetta má til sanns vegar færa, en hugsunin er auðvitað sú að sög- urnar og sagnahefðin liggi í loftinu, að við fáum hana með móðurmjólkinni. Sagan er í raun aðferð til að útskýra líf sitt. Sú hefð mótast snemma á Íslandi. Sögur verða dæmisögur, siðaboðaskapur og allt þar á milli, en stundum eru þær bara sögur og merkja ekki annað en það sem þær merkja. Sá sem fæst við sagnalist í nútíman- um kemst ekki hjá því að álykta að listin að segja sögu sé manninum eðlislæg og hjá almenningi búi sú sagnalist sem höf- undarnir þróa áfram. Það er svo aftur ástæða þess að bókmenntir eru sú sam- eign manna sem þær eru. Maðurinn skynjar líf sitt sem sögu. Með nútíman- um rofnar þessi skilningur og bók- menntir fá að nokkru leyti það hlutverk að miðla sögunni, samhengi hennar og samhengisleysi. Í vissum skilningi eru höfundar Íslendingasagnanna alltaf nútímalegri en nútíminn. Á hverjum tíma fylgja bókmenntirnir alls konar tískusveiflum og margvísleg náðarmeðöl eru í boði sem og forskriftir. Rithöfundar falla í marga pytti sem höfundar Íslendinga- sagnanna gætu kennt þeim að sneiða hjá. Þeir veifa til dæmis ekki lærdómi sínum og kunnáttu, því að það sem þú kannt þarftu ekki að sýna. Það býr í sjálfri miðluninni. Þessi lærdómur er í mótsögn við mörg þau trúðslæti sem finna á má í bókmenntunum þar sem höfundurinn vill gjarnan koma því að hve leikinn hann er. Sá sem nemur visku hinna fornu sagnaritara veit að þetta ber að varast, ekki trúðslætin sem slík eða viskuna, heldur sýndarmennskuna sem því kann að fylgja. Við getum sagt einsog Jorge Luis Borgs: „Staðreyndin er sú að sérhver höfundur býr sjálfur til forvera sína.“ Það sem Jorge Luis Borges á við er að sérhver rithöfundur skráir sig inn í hefð og getur haft áhrif á hana og breytt henni. Það virðist ekki vera neitt mál fyrir sagnahefðina að gleypa í sig allar nýjungar, hvort sem það er rapptónlist eða pönktónlist, andsögur eða atómljóð. Allt verður að lokum hefð. Jorge Luis Borgs var sérstakur aðdáandi Íslend- ingasagna. Hann vakti á þeim sérstaka athygli og þeir eru ófáir rithöfundar rómönsku Ameríku sem kinkað hafa kolli til Íslendingasagnanna, enda ríma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.