Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 119

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 119
TMM 2016 · 1 119 Einar Már Jónsson Talnablús „Ég hef ekki tölu …“ Einu sinni í fyrndinni þegar enn voru til gagnfræðaskólar bar svo við að stærð- fræðikennari í austurhlíð Skólavörðu- holtsins lagði dæmi fyrir nemendur sína. Ekki man ég gjörla hvernig það var, en einn hluti af því var tala, segjum tíu, og svo önnur tala „helmingi stærri“ en hin fyrri. Nemendurnir, á unglings- aldri, tóku til við að reikna hver um annan þveran, en samt tókst ekki betur til en svo að þegar stærðfræðikennarinn sá niðurstöðurnar hló hann fossandi arkimedesarhlátri og sagði: „Þetta er vitlaust hjá ykkur öllum!“ Hvað hafði gerst? Í óþroskuðum huga nemendanna var það talan tuttugu sem var „helmingi hærri“ en tíu, en stærðfræðikennarinn færði að því stærðfræðileg rök að rétta talan væri fimmtán og gæti ekki verið annað en fimmtán. Nemendurnir mögl- uðu, en stærðfræðikennarinn gerði gys að fákunnáttu þeirra og hló og hló. Nú víkur sögunni sjö aldir aftur í tímann. Snorri Sturluson er að setja saman þá Eddu sem við hann er kennd, og segir söguna af verktakanum sem gerði tilboð í að víggirða Ásgarð: „Þat var snimma í öndverða byggð goðanna, þá er goðin höfðu sett Miðgarð ok gört Valhöll, þá kom þar smiðr nökkurr ok bauð að gera þeim borg á þrim misser- um svá góða at trú ok örugg væri fyrir bergrisum ok hrímþursum, þótt þeir kæmi inn um Miðgarð. En hann mælti sér til kaups, at hann skyldi eignask Freyju, ok hafa vill hann sól ok mána.“ Æsir stinga saman nefjum og leggja fram móttilboð, sem Loki semur; skuli smiðurinn fá umbeðin laun en hann verði að ljúka verkinu á einum vetri, ef það væri ekki fullfrágengið sumardag- inn fyrsta skuli hann fyrirgera launun- um. Það er athyglisvert að Æsir skuli ekki hafa reynt að prútta um launin heldur látið sér nægja að stytta frestinn, en eins og síðar kemur í ljós hafa þeir engan veginn í huga að borga eftir þess- um taxta, þeir ætla að fá víggirðinguna ókeypis án þess þó að beita augljósum svikum. Þess vegna ganga þeir að launa- kröfunni og er eins og þeim sé alveg sama um að með þessu eru þeir að lítils- virða Freyju. Kannske er það ofar þeirra skilningi. Þótt undarlegt megi virðast gengur smiðurinn að þessu tilboði, en hann biður þess, eins og það séu lítilfjörlegir smámunir, að hann megi hafa lið af hesti sínum Svaðilfara. Þetta sam- þykkja goðin hugsunarlaust, og ræður Loki því einnig. Svo fer vinnan af stað fyrsta vetrardag og smám saman renn- ur upp fyrir Ásum hinn ægilegi sann- leikur, smiðurinn viðhefur nýja starfs- hætti, hann vinnur við smíðina alla daga og um nætur dregur hann til grjót á hestinum: „Þat þótti ásunum mikit undr, hversu stór björg sá hestr dró, ok hálfu meira þrekvirki gerði hestrinn en smiðrinn.“ Því er ljóst að þessi verktaki muni standa við sinn þátt í samningnum, og goðin verði að gera svo vel og borga: „Freyju, takk“. Endalokin skipta ekki máli hér, Æsir svíkja samninginn, Loki sem ber ábyrgð á öllu, neyðist til að breyta sér í meri, táldregur hross smiðsins sem síðan fyljar hann, eða hana. Þetta er Á d r e p a
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.