Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Qupperneq 120

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Qupperneq 120
Á d r e pa 120 TMM 2016 · 1 augljóslega hefnd Freyju fyrir lítils- virðinguna, og reyndar hin grimmdar- legasta ef farið væri út í einstök atriði, en svo er að sjá að Æsir hafi ekki fattað það og heldur ekki neinn goðafræð- ingur allar götur síðan. Það sem hér er kjarni málsins er setningin „hálfu meira þrekvirki gerði hestrinn en smiðrinn“, og er þetta ein- falt reikningsdæmi. Í fyrstu fer smið- urinn fram á þriggja missera frest til að vinna verkið og eru það átján mán- uðir, en goðin stytta þann tíma niður í einn vetur, sem sé sex mánuði sam- kvæmt því tímatali sem þá var í gildi. Nú vinnur hesturinn „hálfu meira“ en eigandinn, og ef við gerum ráð fyrir því að það merki „tvöfalt meira“, þýðir þetta að á meðan smiðurinn vinnur sex mánaðarverk vinnur hesturinn tólf mánaða mannsverk, og tólf plús sex eru sem kunnugt er átján. Þannig kemur smiðurinn standandi niður, hann fær þegar öllu er á botninn hvolft þann frest sem hann fór fram á í byrj- un. En til að dæmið gangi upp verður semsé að reikna með því að það sé talan tólf sem sé „helmingi hærri“ en sex. Þá vaknar óhjákvæmilega sú spurn- ing hver hafði rétt fyrir sér, stærðfræði- kennarinn annars vegar eða þá hins vegar unglingarnir og Snorri Sturluson? Þetta kann að virðast fremur lítilfjörleg spurning, en samt snertir hún kjarna málsins í vorum heimi. Því nú ríkir talnaöld, allt er talið sem hægt er að telja og fjölmargt fleira, og ef eitthvað finnst sem ekki er hægt að koma tölum á reyna menn samt að finna leiðir til að gera það, svo sem að búta það niður í eitt- hvað sem sé teljanlegt eða finna upp ný mælitæki. Þessu mótmælti maðurinn sem var skáld gott en kunni ekki að meta tölur, honum voru aðrar hliðar mannlífsins kærari: When you and i have lips and voices which are for kissing and to sing with who cares if some oneeyed son of a bitch invents an instrument to measure Spring with? Augljóslega var hann út úr takti við tím- ann, því nú skal ekki aðeins allt mælt og talið, heldur er það líka sannfæring manna að raunveruleikinn sé tölur, og ef þær segja ekki allt sem þarf að segja um lífið og tilveruna, eru þær Gullna hliðið sem leiðir menn gegnum blóm- skrýddan aldingarðinn að hinum dýpstu sannindum. Orð tungumálsins hafa enga tilveru utan þess hóps manna sem taka þau sér í munn og ljá þeim merkingu, en um tölurnar gilda önnur lögmál, þær virðast vera til í hlutunum sjálfum, þáttur af veru þeirra, óháð öllum mönnum, þær eru ekki eins og orðið „strax“, þær hafa fasta merkingu. Þegar síðasta orðið er hljóðnað koma því tölurnar og þá liggur allt ljóst fyrir. Menn mæla og reikna út íbúatölur, sykur neyslu, samfaratíðni, greindarvísi- tölur, hamingjustuðul, meðaltekjur, meðalaldur, meðalhæð, meðalþyngd, meydómsmissisaldur, verga landsfram- leiðslu, meðallengdir ferða með strætis- vögnum, meðaláfengisþamb og vergt áfengisþamb, sölu á bókum og bjútíbox- um, meðalneftóbaksuppísog, besefa- lengd í hinum ýmsu hálfum (samkvæmt nýlegum fréttum í frönskum blöðum eru það Íslendingar sem eiga metið í Evrópu en Kongóbúar í heimi öllum, Kóreubúar eru hins vegar sparlegast vaxnir að neðan; kann þetta að vera ein skýringin á túrhestabylgjunni hér sem er að ríða landinu að fullu), og þannig mætti halda áfram, næstum endalaust. Það sem ekki er hægt að telja og reikna, eða menn hirða ekki um að telja og reikna, er ekki til, það er sokkið í svartamyrkur neindarinnar. Þessi einfalda talnalist er þó ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.