Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 126

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 126
D ó m a r u m b æ k u r 126 TMM 2016 · 1 Það má skjóta því inn í rökræðuskyni við skáldverkið að ég saknaði þess að sjá hvernig Einar sér fyrir sér að landnámu- gerð Sturlu falli að ferli hans að öðru leyti. Fræðin um Landnámu eru á einu máli um að svo mikið beri á milli í pers- ónufróðleik um sameiginlegar persónur hennar og Njálu að óhugsandi sé að þar hafi sami einstaklingur verið að baki. Sá sem setti Sturlubók Landnámu saman hefur alla þræði í hendi sér og heldur utan um sínar upplýsingar án þess að ruglast – og því er ekki líklegt að það fari allt í vitleysu ef sá sami hafi síðan sest við að semja Njálu. Í skáldverki mætti auðveldlega skrifa sig framhjá þessum fræðilegu mótbárum og styrkja þannig þá heillandi hugmynd að Sturla sé höfundur Njálu. Einar lætur sér ekki nægja að mikla hressilega höfundarverk Sturlu heldur setur hann fram heilsteyptar hugmyndir um samspil þeirra frænda við óljósar munnmælasögur úr fortíðinni og gerir mikið úr því að Guðný Böðvarsdóttir ættmóðir Sturlunganna hafi verið marg- spök og óljúgfróð og að þangað hafi hinir skrifandi karlar sótt fræðin og skáldskapinn – og er þar komin frum- mynd ömmunnar í huga íslenskra skálda. Skemmtilegt er líka hvernig Einar lætur karlana tengja hin fornu fræði við samtíð sína þegar þeir sitja saman í heita pottinum eða yfir drykkju að skemmta hver öðrum með sagnalist sem þeir skrifa eða láta skrifa á skinnin að lokum (eins og þegar Sturla kemur höggi á samtíðarmann sinn og andstæð- ing Kolbein unga með því að skjóta því inn í Njálu að Kolbeinn hafi verið afkomandi Valgarðs gráa, föður Lyga- Marðar; augljóst má vera að það er ekki gert Kolbeini til hróss frekar en í Land- námu þegar Sturla tengir ætt Gissurar við skítseiðið Otkel í Njálu). Eins dregur Einar fram hvernig þeir Sturlungar reyna að átta sig á atburðum samtíðar sinnar í gegnum sögur annarra og eigin reynslu. Stundum finnst manni þó að þeir Snorri og Sturla séu orðnir ansi líkir núverandi félögum í Rithöfunda- sambandinu og að Einar vanmeti þjálf- un hinna munnlegu atvinnuskálda þjóðveldisaldar og hæfileika að segja vel og skipulega frá án þess að rita sögur sínar – til að gera sem mest úr hlut Snorra og Sturlu sem kollega í rithöf- undastéttinni. Allt er þetta efni þó sett fram af miklum sannfæringarkrafti og Einari greinilega mikið í mun að miðla sýn sinni á hið flókna samspil og vef atburða og frásagna úr samtíð og fortíð sem hefur myndað baksvið þeirrar end- anlegu Sturlungu sem rataði á skinn- blöðin í meðförum Sturlu og síðar Þórð- ar Narfasonar. List Einars er að rekja hinar fornu sögur aftur í sundur með sínum frásagn- argaldri og búa til ný og óvænt sjónar- horn þeirra fjölmörgu persóna sem koma við atburði aldarinnar. Þar gefst honum til dæmis mikið svigrúm til að ljá fjölmörgum kvenpersónum Sturl- ungu rödd og horfa á atburði aldarinnar og búsýslu þeirra innanstokks úr þeirri nútímalegu og kvenlegu átt sem fornsög- ur hirða að jafnaði lítið um, enda karlar mjög ráðandi í ritmenningu miðalda. Blæbrigði í orðfæri takmarkast þó að mestu við það að kirkjunnar þjónar hafa upphafið stílbragð á sínum söguþáttum. Flest önnur tala með svipuðu og verald- legra sniði. Þeim mun meiri rækt og alúð er lögð við að finna hvernig persónur og atburðir hafa litið út frá hinum ólíku sjónarhornum um leið og góður gangur er í sjálfri söguframvindunni. Þetta er talsverður galdur sem dylst mörgum í áreynsluleysi sínu og það rifjast upp að Jónas Kristjánsson, fyrrum forstöðu- maður Árnastofnunar, hafði á orði þegar hann fór sjálfur að skálda sögur á efri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.