Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Qupperneq 134

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Qupperneq 134
D ó m a r u m b æ k u r 134 TMM 2016 · 1 för, eða þá að ofbeldið er leið örvænt- ingarfulls fólk að frelsi eða einhverskon- ar réttlæti. Segja má að sæmd, og togstreita hennar og ofmetnaðar, leiki ekki það lykilhlutverk í þessari sögu sem henni er falið í mörgum öðrum. Reyndar byrjar veldi hins klóka fjáraflamanns Geir- mundar fyrst að riða að ráði þegar hann virðist ætla að leyfa ofdrambinu að stýra ákvörðunum sínum og ráðast til atlögu við sjálfan Harald hárfagra og endur- heimta ríki og orðstír forfeðra sinna. Sá þráður, og rætur hans í uppruna og upp- vexti Geirmundar, sem og stirðu sam- bandi við hinn frækna föður, væri í sjálfu sér fullt efni í viðamikla nútíma- skáldsögu. Líta má á það sem fórnar- kostnað þess að segja söguna að hætti sögualdar að þessa sálarlífsmynd þarf lesandinn að smíða með sjálfum sér, líkt og við höfum alltaf þurft að velta fyrir okkur rökum og forsendum ákvarðana helstu hetja hinna bestu sagna. Það er enda ekki síst þegar lýsa á hinum sálrænu öflum sem stýra hug og gjörðum Geirmundar sem Bergsveinn freistar þess að gera Brand príór að öllu meiri nútímahöfundi en strangt tekið er trúanlegt miðað við þær formhömlur sem hann setur sér. Þar ber mögulega hæst magnaðar samræður hans og Þrándar í 48. kafla þegar heljarskinn er lagstur í óyndiskör, en það samtal fer fljótlega inn á nokkuð tilvistarspekilegar brautir. Auðvitað gleður það frekar en hitt þegar höfundur brýtur reglu sína á skapandi hátt. Bergsveinn er vitaskuld gagnkunnug- ur stíl og hugmyndaheimi fornritanna og í fyrri verkum hans bregður oft fyrir þeirri nautn sem hann hefur af allskyns fyrnsku og sérvisku í orðalagi og hug- myndum. Þá kemur miðaldaheimur Hrafns Gunnlaugssonar og Karls Júlíussonar frekar upp í hugann en viðteknar róman- tískar hugmyndir um okkar glæstu fortíð sem Halldór gekk á hólm við í Gerplu, en tókst auðvitað ekki að útrýma. Enda er það helsta erindi Bergsveins, virðist manni: að skora hefðbundna sögualdar- myndina á hólm á hennar heimavelli. Honum gengur það ágætlega. Segja má að þar vegi fjögur atriði þyngst. Að sýna hvernig umfang þræla- halds var meira og vægi þess þyngra í samfélagsgerðinni en almennt er viður- kennt; að veiðimennska – rányrkja – hafi staðið undir að minnsta kosti stórum hluta efnahagslífsins; að ein- stakir menn hafi haldið sig eins og nokkurskonar smákóngar og að lokum að samgangur og blóðblöndun við frumbyggja Síberíu hafi þekkst, jafnvel á „æðstu stöðum“. Þessi atriði hafi síðan verið ritskoðuð út úr viðtekinni sögusýn allar götur síðan Landnámuhöfundar settu saman sína bók, litið á hugmyndir sem ögra henni sem ögrandi og þær jað- arsettar sé þess nokkur kostur. Á kápu bókar Bergsveins er enda stimpill með orðunum „sagan sem Ísland vildi ekki“. Geirmundar saga heljarskinns er hliðstæða annarra Íslendingasagna að teknu tilliti til þessarar sögusýnar og stenst sem slík – sem möguleiki á slíkri sögu. Lengra kemst hún að sjálfsögðu ekki, þó inngangurinn hjálpi til við að skjóta rökstoðum undir að einmitt svona hafi lífið í landinu verið á frum- býlingsárunum en ekki eins og við héld- um. Skáldsögur sem eru beinlínis skrif- aðar til að rökstyðja kenningar hafa alla burði til að verða heldur lágfleygur skáldskapur en þar kemur formið og samtalið við hefðina Bergsveini til bjargar. Eiginlega tvær hefðir: list forn- sagnanna og afstaða okkar til þeirra eins og hún birtist í varðveislu þeirra og rannsóknum. Báðar nýtir hann af hug- kvæmni og frumleika.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.