Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 139

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 139
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2016 · 1 139 hátt við æviskeið mannsins og mynd- málið sótt til náttúrunnar, unglingurinn er með rytjulegan gróður í vöngum og aldin Íslands frú ber skýjadún að hrukkóttum vanga. Saga okkar er dreg- in í gljúpa mold, rist með fjallsoddi, trömpuð, múruð og negld í sperrur. Hér búa bæði hipsterar og bændur í sátt og samlyndi í eilífri hringrás (299–302) en hafa skal hugfast að seint gróa sár lands- ins og þjóðarsálin bergmálar á milli kletta. Má vænta frekari brýningar í þessum dúr? Ekki ef marka má þrjú áður óbirt ljóð í bókarlok. Hversdagsleg ljóðræna og ærlegar til- finningar eru aðalsmerki Ingunnar. Hún yrkir ekki um kvenlegan veruleika eða kvenmyndir eilífðarinnar og er hvorki róttækt, femínískt né erótískt skáld. Skáldskapur hennar er allra; skýr, knappur og hnyttinn og yrkisefnin sam- mannleg. Hún er lárviðarskáld og lands- byggðartútta, heimskona dregin upp úr dalalífi, með heitar tilfinningar sem hún hikar ekki við að flíka um leið og hún breiðir yfir sársaukann með kaldhömr- uðu glotti. Sólveig Ásta Sigurðardóttir Sjálfhverful framtíð Eiríkur Örn Norðdahl – Heimska, Mál og menning 2015. „Stóra breytingin er sú að við erum sjálf- viljug að gefa eftir persónuupplýsingar og fáum á móti aðgang að þessu tæki til þess að geta fylgst með fólki í kringum okkur,“ segir Andrés. „Ég kalla þetta stafræna nánd. Það er jákvætt vegna þess að nánd er alltaf góð.“1 Í viðtali við Fréttablaðið í lok ársins 2010 ræddi almannatengillinn Andrés Jónsson Facebook notkun Íslendinga, en þá voru 83% þjóðarinnar skráð á miðilinn. Nú, sex árum síðar hafa samfélagsmiðlar aðeins aukið þátt sinn í tilverunni. Sífellt fleiri forrit bjóða einstaklingum að leyfa öðrum að fylgjast með sér. Hægt er að deila myndum úr lífi sínu, hugsunum, skoðunum og hlaupaafrekum í gegnum ógrynni miðla og þannig má auka „staf- rænu nándina“ við samferðamenn. Á undanförnum árum hafa margir tjáð efa- semdir sínar um þessa nánd; til að mynda var því nýlega haldið fram að aukinn kvíði á meðal barna væri í sterkum tengslum við notkun samfélagsmiðla.2 Áhrif samfélagsmiðla á samfélagið eru undir í nýjustu bók Eiríks Arnar Norðdahl, Heimsku. Þar veltir hann fyrir sér samtímanum undir formerkj- um „óskilgreindrar framtíðar“, eins og sögusviðinu er lýst á kápu bókarinnar, þar sem myndavélar eru við hvert fót- mál og hver sem er getur fylgst með hverjum sem er á netinu. Í bókinni geta persónur tengst „eftirlitinu“ en það er forrit sem er eins konar þróuð útgáfa af samfélagsmiðlum og forritum á borð við „Google maps“. Það leitar uppi staðsetn- ingu þína í heiminum og býður öðrum að fylgjast með þér. Flestar persónur Heimsku sýna litla andstöðu við eftir- litið, ólíkt viðbrögðum margra í raun- veruleikanum sem hryllir við ágangi samfélagsmiðla inn á einkalífið og setja t.d. límmiða yfir innbyggðar myndavél- ar fartölva sinna af ótta við að einhver sé að fylgjast með þeim. Persónur Heimsku spegla sig í eftirlitinu og upp- lifa sig mikilvægar við tilhugsunina um að einhver sé að fylgjast með þeim. Að fjöldanum líki við þær. Í bók Eiríks er sýniþörfin því orðin að normi, sýnileiki á netinu, við öll tilefni, staðfestir tilvist manns. En jafnóðum slær rafmagnið út.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.