Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 141

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 141
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2016 · 1 141 ur undir. „Hvað er að gerast?“ spyr text- inn í sífellu, eða „hvar erum við nú?“ eins og David Bowie spurði í lagi sínu árið 2013. „Vituð ér enn, eða hvað?“ spurði Völvan forðum í Völuspá. Sagan gerist sem áður segir á Ísafirði og hentar sú staðsetning vel fyrir umfjöllun þar sem samfélagsmiðlar eru í forgrunni en heimi samfélagsmiðla hefur gjarnan verið lýst sem svo að þar verði allur heimurinn að smábæ. Þó að gagnvart alheimssamfélaginu myndi Reykjavík falla undir sömu skilgrein- ingu þá skerpir notkun Ísafjarðar enn frekar á einkennum eftirlitsins eða sam- félagsmiðla. Að hverfa inn í fjöldann er nær ómögulegt í heimi þar sem með tveimur smellum má komast að upplýs- ingum um menntun, starfshætti, fyrr- um maka, þróun á hárstíl og öðrum persónuupplýsingum hvers og eins. Enn fremur er í sögunni dregin upp mynd af Ísafirði sem samfélagi fjöl- menningar. Þar starfar fólk frá ýmsum heimshlutum og meirihluti persóna ber nöfn sem svipar til bandarískra eða evr- ópskra nafna. Persónur sem bera útlensk nöfn eru þó ekki kynntar inn sem aðfluttar eða uppruni þeirra rakinn sér- staklega, líkt og í Illsku. Frásögnin gefur þannig til kynna að þróun hafi átt sér stað í íslensku samfélagi og í þessari ísfirsku framtíð séu slíkar ættartölur óþarfi. Hér er vegið að hreinum dystóp- ískum lestri bókarinnar. Framsetning íslensks samfélags þar sem íbúar koma frá ýmsum löndum án þess að því sé veitt sérstök athygli felur í sér nokkuð jákvæða, jafnvel útópíska, framtíðarsýn um fjölmenningarsamfélag. Sjónarhorn bókarinnar er að mestum hluta bundið þeim Áka og Lenítu, sem eru afar upptekin af eftirlitinu og þá sér- staklega af því að fylgjast hvort með öðru þar. En líkt og er með samfélags- miðlana í samtímanum hefur fólk mis- mikinn áhuga á eftirlitinu, sumir njóta þess að láta aðra fylgjast með sér, aðrir eru meðvitaðir um að það er agatæki, eins konar trygging þess að þú gerir ekkert af þér. Það sem skilur helst að eftirlitið og samfélagsmiðla samtímans er að persónur Heimsku hafa ekki vald til að ákvarða hvaða hluta lífs þeirra er miðlað áfram fyrir tilstuðlan eftirlitsins. Þær veita ekki aðeins innsýn inn í líf sitt þegar þær trúlofa sig, ljúka við háskóla- gráðu eða á öðrum tyllidögum eins og tíðkast á samfélagsmiðlum nútímans. Það er engin sía til staðar, heldur má fylgjast með persónunum á baðherberg- inu og í svefnherberginu: „Það reið eng- inn lengur bakvið luktar dyr, skeit eng- inn lengur í einrúmi. Og hvers vegna ættu þeir líka að gera það? Það var hvorki skammarlegt að skíta eða ríða. Það gerðu allir.“ (s. 9) Þessi breyting á afstöðu til samfélags- miðla, frá því að byggja upp glansmynd til afskiptaleysis má því túlka sem ákveðinn spádóm. Að í framtíðinni muni manneskjur fá nóg af byrðinni sem fylgir því að hanna og framsetja fullkomna ímynd af sjálfum sér, en geti þó ekki sagt skilið við „nándina“ sem fylgir samfélagsmiðlum. Á meðan persónur í verkinu velta fyrir sér hvernig þær geti best vakið athygli á sjálfum sér hristir höfundur stöðugt upp í veröld þeirra. Sífelldar raf- magnstruflanir koma persónum úr jafn- vægi og grafa undan tilveru þeirra en í bókinni slær rafmagnið tíðum út – og oft með skelfilegum afleiðingum. Raf- magnsleysið minnir á að kerfið sem persónurnar eru hluti af er fallvalt og getur hrunið á hverri stundu. Þær eru hluti af samfélagi sem stendur ekki undir sér og það skapar óöryggi meðal persóna. Flöktandi rafmagnið má einnig lesa sem skírskotun til fallvaltleika þess orkuöryggis sem Íslendingar búa við í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.