Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Qupperneq 137

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Qupperneq 137
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2017 · 1 137 V Í lok bókar er Pétur Gunnarsson á þröskuldi þess að slá í gegn. Punkturinn er í prentun og Pétur gengur til vinnu sinnar með leikhópi Þjóðleikhússins og Spilverki Þjóðanna við sköpun Græn- jaxla. Leiklistin, sem tekur talsvert pláss í bókinni og er nánast það eina sem hann man úr Hagaskóla, reynist samt vera útúrdúr. List augnabliksins varð ekki fyrir valinu heldur hin sem varð- veitir þau: „Sagt er að ævin líði manni fyrir sjónir á andlátsstundinni, en er það ekki full seint? Má ekki búa svo um hnúta að maður geti heimsótt hana að vild og lifað valin augnablik upp aftur?“ (188) Einar Már Jónsson Umturnun allra gilda Árni Heimir Ingólfsson: Saga tónlistar­ innar, Forlagið 2016 Ef einhver sest niður við að skrifa sögu tónlistarinnar á þessum margræðu tímum bíður hans verkefni sem hefur breyst allverulega í veltingi áranna. Fyrir hálfri öld, og vafalaust lengi eftir það, voru línurnar hreinar. Minn fyrsti píanókennari hataði djass, hann leit ekki á hann sem tónlist heldur sem sálarspill- andi hávaða og trúði því að þeir sem stunduðu slíka „skarktónlist”, eins og djassinn var víst kallaður í einhverri orðabók, væru gersamlega fákunnandi í leyndardómum listarinnar, þeir væru margir hverjir ekki einu sinni færir um að lesa nótur, því síður skrifa þær. Það var ekki beinlínis sagt en lá þó milli orðanna, að þeir væru líka negrar og stunduðu jafnvel ólifnað. Til að hafa jafnvægi í hlutunum hataði hann líka „nútímatónlist”, einkum þá sem kennd var við „tólf tóna”, og svo spilaði hann krómatískan tónstiga á píanóið og spurði: „Hvað er nýtt við þetta? Höfum við ekki alltaf haft tólf tóna?” Síðan hallaði hann sér að Mózart. Innan við múra tónlistarskólans, þar sem ég átti leið nokkru síðar, var djass ekki til, hann hafði sennilega numið staðar við þröskuldinn og snúið frá. En af vörum ungra kennara heyrði ég nýjan boðskap. Þeir sögðu frá stefnum og straumum í tónlist tuttugustu aldar en voru ekki í neinum vafa um línuna, nú væru menn sammála um eitt, sögðu þeir spámannlega, að það hefði verið Schön- berg, og Schönberg einn, sem hefði vísað leiðina fram á við og lagt grund- völlinn að tónlist komandi tíma, hún hlyti framvegis að vera samin í tólf tóna kerfinu, sem þá var farið að útvíkka og kenna við raðtækni. Reyndar sögðu sumir að Schönberg hefði alltaf verið „rómantísk sál”, því ættu menn fremur að fylgja þeim sem á eftir honum kom, Anton Webern. Webern var semsé orð- inn nokkurs konar Kristur tónlistar í nútíð og framtíð, Schönberg Jóhannes skírari, síðan komu postularnir Stock- hausen, Boulez og fleiri, en sú postula- saga var þó ekki enn fullrituð á þeim tímum. Sumir virtust fylgja þeirri grein trúarjátningar sem Boulez orðaði manna best, að tónskáld sem ekki beittu raðtækni í sínum tónsmíðum væru „ónýt”, þeim var vísað út í ystu myrkur. Að nefna Sjostakovits í áheyrn þessara ungu og lærðu kennara var eins og að æpa upp „Lúther“ við páfahirð á 16. öld, það kom tvíræður glampi í augu sumra. Og ungt og upprennandi tónskáld sagði í mín eyru að óperur Prókofiefs væru svo leiðinlegar að í Rússlandi þyrfti að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.