Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 141

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 141
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2017 · 1 141 ung, og það eru tengsl tónlistar á þess- um tíma við hörmungar hinnar stóru sögu. Sjostakovits hefði kannske orðið einn mesti óperuhöfundur aldarinnar, ef Stalín hefði ekki tekið óþyrmilega í taumana eftir að hafa farið á sýningu á „Lafði Macbeth“; á þessum tíma hafði Sjostakovits jafnvel fulla ástæðu til að óttast um líf sitt. Tónlist sem lifir nú góðu lífi var samin í fangabúðum nas- ista, og Messiaen samdi kvartettinn um endalok tímans í stríðsfangabúðum. Það sem þó er furðulegast: CIA stuðlaði að framgangi raðtækninnar. Aldrei áður höfðu tónskáld orðið að vinna við slíkar aðstæður. En hvernig á að vega og meta áhrif þessara tengsla? Meðan tíminn hefur ekki vinsað úr verður hver og einn að fara eftir sínu eigin eyra, og er varasamt að ætla sér að véfengja það. Benda má á fáein atriði í því uppgjöri sem kannske er fyrir hönd- um. Tónskáld hafa svosem alltaf verið að gera tilraunir með eitt og annað, en ekki flíkað þeim mikið fyrr en hægt var að sjá hvort þær leiddu til einhvers. Jós- eph Haydn brá sér í leikfangabúð, keypti þar safn af alls kyns barnahljóðfærum, þar á meðal „trompett“ með aðeins einum tóni, flautur sem líktu eftir hljóðum ýmissa illfygla og tók sig svo til og samdi symfóníu fyrir þetta dót, „barnasymfóníuna“. Ef hann hefði verið nútímatónskáld, hefði hann samið röð af slíkum tónverkum, symfóníum, virtúósó konsertum fyrir trompett með einum tóni og annað eftir því, og skrifað bækur og greinar til að boða að næsta stig í þróun tónlistarinnar hlyti að verða infantilismi, og gæti ekki orðið neitt annað. En úr þessu varð ekki annað en gamanmál á 18. öld, við æfingarnar hlógu hljóðfæraleikararnir svo mjög að þeir gátu naumast spilað. En sovéska tónskáldið Alexander Mossolov samdi í fúlustu alvöru tónverk að nafni „Stál- smiðjan“, þar sem vendilega er líkt eftir ærandi skrölti í verksmiðju, og nefnir Árni það í Sögu tónlistarinnar, enda er það nú talið til hennar. En eftir þeim kafla að dæma sem heyra mátti í sýn- ingunni „Lenín, Stalín og tónlistin“ í París veturinn 2010–2011 er allavega hæpið að kenna það við „eyrnakonfekt“, samkvæmt klisju blaðamanna nú á dögum, og ólíklegt að það verði flutt í Hörpu í bráð. En svo má nefna annað. Einhver kunningi Debussys og tónskáld fann upp sex tóna skalann en gat ekkert gert við hann, Debussy tók hann hins vegar upp á sína arma, fór að vísu spar- lega með hann en notaði hann á mjög fínlegan hátt; til dæmis um það er pre- lúdian „Voiles“ („Segl“ eða „Slæður“). En kannske kemur til uppgjörs á fleiri sviðum. Stofnatburður nútímatón- listar – eða „fæðingarvottorð“ hennar eins og Árni hefur eftir Boulez – er það mikla hneyksli sem varð við frumflutn- ing „Vorblóts“ eftir Stravinskí í París 29. maí 1913, og Árni rekur skilvíslega. En við nánari athugun vaknar sú spurning hvort hneykslið hafi ekki verið heimatil- búið. Diagilev, forsprakki „Rússnesku ballettanna“ í París, skildi mætavel aug- lýsingagildi hneykslisins, tvær danssýn- ingar hans skömmu áður höfðu þegar reitt góðborgara til reiði, „Síðdegi skóg- arpúkans“ við tónlist Debussys, þar sem dans Nizhinskís þótti sérlega klúr, og „Jeux“, einnig við tónlist Debussys, þar sem mönnum tókst líka að finna eitt- hvað óviðurkvæmilegt, og var Diagilev þetta ekki eins leitt og hann lét. Þegar hann las nú handrit raddskrárinnar að „Vorblóti“ hlýtur hann að hafa séð að þarna var upplagt efni í skandal. Hann fór rækilega yfir það með Stravinskí, hljómsveitarstjóranum Pierre Monteux og dansaranum Nizhinskí sem hann hafði falið að semja dansana þótt hann væri viðvaningur á því sviði, – jafnvel er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.