Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 142

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 142
U m s a g n i r u m b æ k u r 142 TMM 2017 · 1 sagt að hann hafi lagt unga manninum línurnar. Eftir þessu var árangurinn, í f lutningi Pierre Monteux var tónlistin með hrjúfasta móti, eins og heyra má af hljóðritun hans á verkinu 1951, því sagt er að hann hafi aldrei breytt um túlkun á því. Um dansana má segja það sama. Stravínski vildi sjálfur að þeir fylgdu ekki tónlistinni heldur mynduðu kontra punkt við hana, en Nizhinskí fór þveröfuga leið, hann fylgdi tónlistinni í smæstu atriðum, þegar hljómar eru end- urteknir eins og stundum ber við, t.d. strax í upphafi ballettsins á eftir for- leiknum, eru danssporin og hreyfing- arnar einnig endurtekin í sífellu, vélrænt að því er virðist. Diagilev kom nú þeim orðrómi á kreik, með aðstoð blaða, að von væri á miklum tónlistarviðburði og vildi þannig ná til ungra listamanna, en til að kóróna allt hagaði hann dagskrá tónleikanna þannig að „Vorblót“ var nr. tvö, á eftir „Les Sylphides“ eftir Chopin og næst á undan „Vofu rósarinnar“ eftir Weber og dönsum úr „Igor fursta“ eftir Borodin, sem sagt hárómantískri tónlist ef eitthvað er og einmitt það sem góð- borgarar vildu heyra. Rétt áður en sýn- ingin hófst sagði Diagilev við dansar- ana: „Hættið ekki að dansa hvað sem upp á kemur“, og gefur það til kynna við hverju hann bjóst. Honum heppnaðist vafalaust betur en hann hafði þorað að vona, strax undir forleiknum hófust óp og köll, – enda geta menn ímyndað sér hvernig hrjúfleiki Monteux hljómaði í eyrum næst á eftir Chopin – og svo kom til handalögmála milli ungra lista- manna sem hötuðu góðborgara og góð- borgara sem hötuðu unga listamenn og bóhema. Til að reka smiðshöggið á þetta allt var sögusögnum komið á kreik, svo sem að Stravinskí hefði ráfað um götur eftir sýninguna og þulið ljóð eftir Púsjk- in, sem mun hafa verið rangt. Það breytti sjónarhorninu nokkuð ef svo skyldi reynast að „fæðingarvottorðið“ hafi verið að einhverju leyti lævíslegt og vel heppnað auglýsingatrix. En svo urðu önnur hneyksli sem lítt hafa komist á blöð, enda af öðru tagi, t.d. sú ískalda þögn sem mætti Síbelíusi þegar fjórða symfónía hans var frumflutt í Þýska- landi. Árni tekur nú þann kostinn sem er vafalaust skynsamlegastur eins og málin standa, semsé að gefa breitt yfirlit yfir sem flestar hliðar á tónlist tuttugustu aldar, á jákvæðan hátt, og sneiða hjá þeim deilum sem víða risu og gátu orðið illvígar. Yfirlitið hefði getað orðið enn breiðara ef Árni hefði gefið meiri gaum að umturnun allra gilda og fylgt dæmi Alex Ross. Í hinni víðfrægu bók sinni „The Rest is Noise“ fjallar hann hiklaust um Duke Ellington, Bítlana, Bob Dylan og slíka í bland við önnur tónskáld tutt- ugustu allar, og nefnir auk þess Björk. Í ritgerðasafni hans „Listen to This“ er Björk þar að auki helgaður langur kafli, en þann heiður fá jafnvel ekki Bítlarnir sjálfir. Einhverja slíka leið hefði ég gjarnan viljað að Árni færi – og það hefði Alex Ross svosem getað ráðlagt honum þegar þeir hittust í Reykjavík, að sögn Bandaríkjamannsins, – en um það er ekki að sakast. Hins vegar hefði ég viljað að Síbelíusi væru gerð ríflegri skil. Þegar Eric Hobsbawm fjallaði um tón- list í byrjun tuttugustu aldar gerði hann greinarmun á tónskáldum á „heims- mælikvarða“ eins og Debussy og Mahler, og þeim sem eru fyrst og fremst þekktir innan landamæra síns heima- lands og nefnir þá Vaughan Williams og Síbelíus. Það var nú þá. En síðan hefur stjarna Síbelíusar farið stöðugt hækk- andi, hann er nú tvímælalaust talinn meðal mestu meistara aldarinnar, þrátt fyrir fylliríið í Gautaborg, og þegar allar symfóníur hans voru fluttar á tónleika- röð í París fyrir skömmu var því haldið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.