Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Blaðsíða 7
r
I. Arferði og almenn afkoma.
Tíðarfarið var víirleitt óstöðugt á árinu 1933, en þó 1‘remur liag-
stætt. LofliHV(jið á öllu landinu var 0,9 ínm yíir meðallag. Meðalhiti
ársins var 2,á ° vfir meðallag. Sjánarliitinn var 1,4° yfir meðallag, frá
1,0° við Stykkishólm til 1,9° við Raularhöl'n. Úrkoman var 2(i°/o yfir
meðallag á öllu landinu, einna mest að tiltölu á Vesturlandi og alls-
staðar ofan við meðallag. Sólskinsstundir í Reykjavik voru 1057, en
meðaltal 9 undanfarinna ára er 1393 stundir. Veturinn (des. mars)
var umhleypingasamur; Iiiti 2,3° og úrkoma 27 °/o yfir meðallag. Snjó-
lag nálægt meðallagi og hagi í hetra lagi. Vorið (apríl— maí) var
óstöðugt, úrkomusamt og kalt 1‘raman af, en síðan gerði einmunatíð með
ágætri grassprettu. Byrjaði vorgróður 15 dögum síðar en 5 ára meðal-
tal. Hiti var 1,8° vtir, en úrkoman 11 °/o undir meðallagi. Sumorið
(júni sept.) var ylirleitt hlýtt og' g'ott, en óþurrkasamt á Suður- og
Vesturlandi, og hröktust hey þar víða. Annars var lieyfengur mikill
um allt land. Hiti var 2,4° og úrkoma 55°/o yfir meðallag. Sólskin í
Reykjavík var 21 il stundum eða rúmlega þriðjungi minna en meðal-
tal 10 undanfarinna sumra. A Akureyri var sólskin nokkru meira en
i Reykjavík. Haustið (okt. nóv.) var óstöðugt og' votviðrasamt, en þó
hlýtt. Hili 1,(5° og úrkoma 19 °/o vfir meðallag. Snjólag var Iremur
lítið og iiagi vel í meðallagi.1)
Arið var eins og árið l'yrir einmuna hagstætt um tíðarfar og afla-
brögð. Atvinnurekstur mun og hafa gengið nokkru greiðar. Verð land-
búnaðarafurða hækkaði talsvert og' verð sjávarafurða lítilsháttar.
Aðíluttar vörur lækkuðu hinsvegar nokkuð í verði, og var visitala
Hagstolunnar um verðlag nauðsynjavarnings í Reykjavík 22(5, en 231
árið iyrir. Ivaupgjald verkafólks mátti heita haldast óbreytt, og at-
vinnuleysið við sjávarsíðuna var vfirleitt sízl minna en undanfarin
ár. Kartöflusýki gerði víða mikinn skaða sunnanlands og' lungna-
ormaveiki i sauðfé, einkum norðan og austan Iands. Afkoma manna
num ekki liafa verið lakari en árið fyrir, sumsstaðar drjúgum betri,
en ylirleitt ekki mikið á munum.
Læknar láta þessa getið:2)
Hafnarfj. Afkoma manna sæmileg liér í Hafnarfirði, allmikil vinna
1) Yfirlitið vfir tiðarfarið er frá Vcðurstofunni.
2) Ársskýrslur (aðalskýrslur) vantar úr þessum héruðum: Iivik (nema stutt upphaf'
um farsóttir), Patreksfj., fsafj. (svo heitið g'eti), Ólafsfj., Húsavikur, Fljótsdals, Hornafj.
og Rangár.