Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Blaðsíða 95
stæðum, þegar húsmæðurnar eru veikar, og sinnir liéimilisstörfum
meira, en reglulegri hjúkrun. Stúlkurnar vóru ráðnar upp á mánaðar-
kaup, sem nam að meðaltali kr. 40,00 á mánuði.
Bíldiuhih. Hjúkrunarfélagið Samúð í Suðurfjarðarhreppi helir ekk-
ert starfað að hjúlcrun á þessu ári, enda enga lærða hjúkrunarkonu
getað fengið. Hefir nú verið gerð sú breyting á starfsemi félagsins,
að hér eftir á það aðallega að starfa á þann hátt að styrkja fátæka
sjúklinga, er heima liggja, með fégjöfum. Þetta ár hefir það skipt
200 krónum milli þriggja sjúklinga.
Flcdeijrar. Alþingismaður Vestur-ísafjarðarsýslu bar nú fram. beiðni
Súgfirðinga um styrk til hjúkrunarkonuhalds. Voru eill þúsund krónur
veittar. Staðan var svo augKTst, en engin hjúkrunarkona hafði geíið
sig' fram um áramót.
Hóls. Hreppurinn réði í sína þjónustu konu, að vísu ólærða, en
mjög nærfærna, til þess að hjúkra sjúku fólki. Urðu mikil not og
þægindi að þessu.
Reykjarjj. Sjúkrasamlög engin í héraðinu og' engin lærð hjúkrunar-
kona. Ljósmæður eru tvær í héraðinu, en staðhættir allir eru með
afbrigðum erfiðir og kemur oft fyrir, að ljósmóðir getur ekki verið
nema dag — eða part úr degi ~ hjá sængurkonum eftir fæðingu.
Kemur það sér auðvitað mjög illa, þar sem húsmóðir hefir enga sti’dku.
Veitti sannarlega ekki af því, að lærð lijúkrunarkona væri í hreppn-
um og gengi á milli þeirra heimila, er nauðulegast væru stödd. Miklu
meira gagn yrði að slíkri hjálp heldur en þó að föst lvjúkrunarkona
vrði ráðin við sjúkraskýlið.
Sauðúrhróks. Sjúkrasamlagið: Fyrir kr. 3,90 mánaðargjald fást
dagpeningar í veikindum kr. 2,50, fyrir kr. 3,00: kr. 1,50, fyrir
kr. 2,20: kr. 1,00, fyrir kr. 1,75: kr. 0,50, fyrir kr. 1,20 engir
dagpeningar. Mánaðargjald fyrir börn kr. 0,15. Inntökugjald kr. 2,40.
Læknir gefur eftir 20°/o af sínum verkum, lyfjahúð 10°/o. Sjúkrahús
ekkert.
Hofsós. Ekkert sjúkrasamlag er í héraðinu, en í stað þess 2 sjúkra-
sjóðir, og gera þeir mikið gagn.
Siglufj. Sjúkrasamlag hefir starfað hér í mörg ár. En íelagatala þess
er þó hvergi nærri því, sem ætla mætti eftir þeirri geysilegu fólks-
fjölgun, sem orðið hefir hér á síðustu _ 20 árum. Auk venjulegrar
starfsemi hefir samlagið hjúkrunarkonu. Árskaup hennar 1933 vár kr.
1000,00. Á árinu stundaði hún 16 sjúklinga í samtals 189 daga, og'
fékk samlagið fyrir þessa hjúkrun kr. 348,98.
Akureyrar. í nálægt 30 ár síðastliðin liafa fátækir sjúklingar við
Akureyrarspítaía átt kost á að öðlast dálítinn fjárstyrk til að standast
legukostnaðinn. Þenna styrk hafa þeir getað fengið úr tveimur sjóð-
um, sem stofnaðir voru beint með þessu augnamiði. Sjóðirnir heita:
Styrktarsjóður C. Hoepfners og' Sfyrktarsjóður fátækra sjúklinga við
Akureyrarspítala. Hoepfnerssjóður er nú að upphæð orðinn kr. 13027,26.
Hann var stolnaður af erfingjum danska stórkaupmannsins C. Hoeplm-
ers 1905. Styrktarsjóður fátækra sjúklinga var stofnaður af þáverandi
héraðslækni Guðmundi Hannessyni af gjöfum, er lionum bárust frá
sjúklingum og vinum sjúkrahússins, en einkum munaði um 2000 kr.,