Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Blaðsíða 53
51
slátrað þegar í stað. þess skal getið, að engar kýr að Úll’sdölum,
Siglunesi eða Héðinsfirði voru rannsakaðar. Enda kemur þaðan hingað
til Siglufjarðar ekkert, svo að teljandi sé, af mjólk lil sölu.
Svarfdœla. Fjórir berklaveikir sjúklingar dóu í héraðinu á árinu.
Einn var sjötug kona; hafði hún mjög hægfara herkla í lungum, er
farið liöfðu hatnandi síðari árin, enda varð ekki berklaveiki, heldur
taksótt, henni að bana. Annar var 15 ára stúlka, er alla tíð hafði
verið mjög kirtlaveik, en ókvefsæl og hraust fyrir brjósti, unz hún
veiktist í nóvemberhyrjun með öllum einkennum hráðrar lungnatær-
ingar og dó eftir tæplega mánaðarlegu. Þriðji var hálfsjötugur sjó-
maðui’, er hafði verið heilsugóður fram yfir sextugt, og ekki horið á
óhreysti fyrir brjósti fyrr en síðustu árin, skráður í júlí 1931, en flest
börn lians hafa komizt hér smátt og smátt á herklaskrá. Það fyrsta
var skráð 1923, maður á þrítugsaldri; fór til Akureyrarspítala og dó
þar; annað 1924, stúlka, þá 17 ára, talin albata 1930; þriðja 1930,
piltur 20 ára; fór á Kristneshæli 1931 og var þar rúmlega ár; fjórða
22 ára stúlka, skráð í janúar 1932; loks gift dóttir, 37 ára, skráð í
júlí 1933, en drengur, sem hún á, hafði verið skráður þegar í ágúst
1930, þá 3 ára, með tubere. hili og spondylitis tub. Annað dóttur-
barn hins umrædda sjómanns, þeirrar dótturinnar, sem var skráð
1924, en tekin af skrá sem alhata 1930, var fjórði berklasjúklingur-
inn, sem dó á árinu, og var banameinið meningit. tub. Heilsufar
þeirra sjúklinga, er voru á berklaskrá í árslok, var sem hér segir,
þ. e. al' 31: Vinnufærir (inel. unglingar og l)örn, fær um að stunda
nám) voru 22. Ferlivist höfðu, en lítt eða ekki vinnufærir, 7. Rúm-
fastir, að öllu eða mestu leyti, 2.
Akureyrar. Manndauði úr berklaveiki var uokkuð minni en árið á
undan, en sjúklingatalan jókst úr 233 upp í 283. Al' sjúklingunum
voru karlar 104, konur 179. Heilsuástand skráðra taldist oss læknum
við áramót þannig:
Frískir, nokkuð eða allvel vinnufærir . . . 136
Veilir eða lítt vinnufærir.............. 111
Rúmlægir og dauðvona.................... 36
Sámtals 283
Niðurskipting sjúklinganna i héraðinu var að hlutföllum líkt og
áður þannig: ‘ Akureyri...................... 129')
Hrafnagilshreppur............. 73')
Saurbæjarhreppur........... 22
Glæsibæjarhreppur.......... 22
Öngulstaðahreppur.......... 13
Skriðuhreppur.............. 11
Arnarneshreppur............ 6
Svalbarðsstrandarhreppur .... 5
Oxnadalshreppur............ 1
Hálssókn................... 1
Samtals 283
1) Sjúkrahúsið og' Kristneshæli liækka tölurnar.