Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Blaðsíða 77
kvenna þessara. Hefi ég' hugboð um, að sumar þeirra hafi síðan
leitað til annara lækna og fengið óskir sínar uppfylltar og þá einmitt
þær, sem sízt skyldi. En svo verður allt af meðan læknar hafa ekki ótví-
ræð lagafyrirmæli, byggð á mannúð og skilningi, tif að fara eftir. Hin
aðalhættan, sem al’ þessu leiðir, er sú, að óvandaðir menn vekjast upp
og fara að gera sér þetta að féþúfu, ef þeir þá þegar ern ekki byrjaðir.
Dala. í bókum ljósmæðra er ekki getið um fósturlát fremur en
undanfarið. Mér er kunnugt um aðeins 1 fósturlát á árinu, íjöl-
byrja, engin aðgerð og læknir ekki viðstaddur; konan lifði. Eg hefi
nokkrum sinnum undanfarin ár verið beðinn að eyða fóstrum, en
aldrei séð ástæðu til að verða við þeim beiðnum. Virtist ekki.í neinu
tilfellinu heilsu eða lífi konunnar hætta búin af barnshöfn og' fæð-
ingu, fram yfir það, sem venjulegt er, og social-indikationir fyrir
abort. provoc. vil ég ekki viðurkenna, fyrr en engin önnur meðöl
finnast við þeim þjóðfélagslega aumingjaskap að geta ekki séð af-
kvæmum mannanna farborða, og fyrir bfygðunarsemina — þótt stund-
um kunni að verða örlagaþrungin — er óverjandi að eyða fóstri og
leggja fíf og' heilsu konu í hættu. Það skal játað, að ég liefi nokkrum
sinnum gefið leiðbeiningar um varnir gegn barngetnaði, en eingöngu
heilsuveilum margra barna mæðrum.
Bildudals. Mér er ekki kunnugt um fósturfát eða abort. provoc.
Komið hefir fyrir, að bændur hafa óskað eftir meðölum eða hjálp til
að eyða fóstri hjá konum þeirra og fært sem ástæðu of tíðar barns-
fæðingar, en ég liefi ekki sinnt því.
Pingeyrar. Tvisvar hefir læknis verið vitjað vegna aborta. Með
liverju ári fer það í vöxt, að konur fari fram á abort. provoc., og'
má segja, að lítill friður sé nú orðinn fyrir þeim málaleitunum. Hefir
því ætíð verið synjað.
Ilóls. Enginn abortus provocatus. Kenndi fjölmörgum ráð til að
takmarka barneignir.
Ögur. 1) Kona með retentio pfacentae. Svæfing og placenta fosuð
manuelt. Konunni heilsaðist vel. 2) Ivona á 8. mánuði; hafði verið
veik ca. 6 daga á undan fæðingunni. A 6. degi blæðing, og' var þá
læknis vitjað. Skjáfftakast hafði konan fengið 4 tímum áður en læknir
kom. Hiti þá 38,9 stig, hríðar góðar, fósturhljóð dauf’; legvatn var
farið, fúlt og dauniflt. Tæpum klukkutíma eftir að læknir kom,
fæddist barnið; fæðingin gekk vel, og var ekkert sérstakt g'ert. Barnið
var ófullburða og líífítið og dó 12 stundum eftir fæðinguna. Konunni
leið vel eftir fæðinguna; liili 37,5. A 3. degi lekk konan 40 stiga hita
og skjálftaköst og dó á 5. degi. Fósturlát voru 2 á árinu.
Reykjarfj. Fósturlát hafa engin orðið í héraðinu á árinu, svo að
mér sé kunnugt um.
Miðfj. Vitjað í eitt skipti vegna abort; fleiri aborta geta ljósmæður
ekki um í skýrslum sínum. Auk þess fósturláts, sem getið er á skrá
ljósmæðra og ég var við, var mín vitjað 4 sinnum til kvenna vegna
fósturláta; ein af þeim konum kom á sjúkrahúsið; lijá einni var
abortus imminens; konan missti þó ekki fóstrið. A einni konu gerði
ég abortus provocatus vegna slappleika konunnar og mikilla óþæg-
inda; hafði hún átt 9 börn áður.