Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Blaðsíða 67
65
þeirra var yfirleitt góð, og ekki veiktist neitt barn hættulega, svo að
ég vissi. Allt af ber töluvert á kirtlaþrota, og' tannskemmdir eru miklar.
Samt eru börnin nú farin að birða betur tennur sínar fyrir fortölur
læknis.
Ólafsvíkur. Algengustu kvillar skólabarna voru tannskemmdir, eitla-
þroti og blóðskortur. A lús og nit bar mun minna en undahfarin ár.
Dala. Skólabörnin skoðaði ég, eins og að undanförnu, aðallega með
tilliti til smithættu, en engu barni þurfti að vísa l'rá af þeim eða
öðrum orsökum. Athygli aðstandenda vakin á þvi, sem ábótavant
þótti um heilbrigði barnanna, eins og áður. Annars held ég, að börn
hér á skólaaldri (10 ára og eldri) séu miklu veiklulegri að haustinu
og framan af vetri (þegar skólaskoðun fer fram) en á öðrum tímum
árs, og ber kannske margt til þess. T. d. getur þetta orsakast af of-
þreytu eftir heyannirnar og haustannirnar og af mjólkurskorti, sem
víða er frá því seint á slætti og fram yíir veturnætur, er kýr fara
almennt að bera. Fólkið trúir því, að haframjölið geti mikið bætt
allt þetta upp, einkum ef það er borðað hrátt. Gegnir furðu, hvílíka
trú almenningur hefir á haframjölinu sem heilsubrunni, einkum fyrir
börn. Held, að víða skorti talsvert á, að stálpuð börn fái þá nýmjólk,
sem þau þyrftu. Er illt til þess að A'ita og kann að virðast óti'úlegt,
þar sem um sveitahérað er að ræða.
fííldudals. Mest ber á tannskemmdum eins og fyrr. Af 58 börnum
liöfðu 49 meira eða minna skemmdar tennur. I Bíldudalsskóla höfðu
25 af 27 skemmdar tennur, en í sveitaskólunum 24 af 81. Annara
ki11a gætti lítið, og' sérstaklega \ il ég taka það fram, að óþrifakvilla
gætir nú orðið sama sem ekki við skólaskoðanir á haustin. Hvgg ég,
að það sé mikið skólaskoðuninni að þakka.
Pingeyrar. Tannskemmdir höfðu 82 af 97 börnum, eða tæplega
85 °/o. Er þar glöggur munur á kaupstaða- og sveitabörnum. Yfileilt
virðast þau börn tannhraustust, er lifa við óbrotið fæði og' jafnvel
við fátækt. Auk þess reynast þau liraustlegri útlits og þroskameiri.
Fæði sveitabarna er mestmegnis slátur, mjólk, saltfiskur, kartöflur,
mörflot, rúgbrauð og hafragrautur. Lús eða nit höl'ðu 20 börn af 97.
Kláði og' geitur fundust hvergi. Bólgna kirtla höfðu 40 7», stækkaða
kokkirtla 25 7» og nefkokskirtla 5 7». Á vestigia rachit. bar mjög lítið
og' hvergi greinilega.
Flateyrar. Við skólaskoðun á Suðureyri í Súgandafirði fannst eitt
barn á skólaaldri með skarlatssótt, og var því ekki leyfð skólavist.
Síðan veiktust þar fleiri skólabörn, og var þeim öllum visað úr skóla
um tíma.
Ögur. Alls voru skoðuð 102 börn í héraðinu. Helztu kvillar voru:
.91 með skemmdar tennur, 47 með stækkaða kokkirtla, 48 með eitla-
þrota, 2 með skakkt hak, 3 með tíðan höfuðverk, 6 með nit, 1 með
beinkröm.
Hesteyrar. Heilsufar barnanna yfirleitt gott; engu barni bönnuð skóla-
vist. Lús og nit í liári fjölda barna; brýnt var fyrir fólki að vinna
duglega gegn þessum óþrifum.
Keykjarfj. Helztu lcvillar eitlaþroti og' tannskemmdir. Varð ekki var
við óþrif.
9