Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Blaðsíða 174
172
Og árið 1934 voru skrásettir 3 nýir sjúklingar, 2 ungar stúlkur,
önnur á lieimili, þar sem ekki var vitað um berklaveiki áður, en
hin systir cirengs þess, er áður er um getið, hafði tuberkulose í
ristarbeinum og var skrásettur 1931. Þessi stúlka dvelur nú á Ivrist-
neshæli með útbreidda lungnaberkla. Þriðji sjúklingurinn var 13 ára
gamall drengur frá vel hraustu heimili og að líkindum smitaður
utan liéraðs.
Tala skrásettra berklasjúklinga á Raufarhöfn lítur því þannig út:
Skrásettir Komnir smitaðir Smitaðir
á árinu úr ððru héraði í héraðinu Dánir
1928 i 1 0 1 (1933)
1929 0 0 0 0
1930 í 1 0 1 (1932)
1931 5 4 1 0
1932 i 0 1 0
1933 i 0 1 1 (1933)
1934 3 1 2 0
Alls 12 7 5 3
Auk þess dvelja nú einnig í þorpinu 4 aðrir, sem skrásettir haí'a
verið fyrr á tímum, sumir annarsstaðar, en hafa flutzt síðar til Rauf-
arhaínar.
Eftir að ég hafði fengið upplýsingar héraðslæknis, ákvað ég að
liaga rannsóknum mínum þannig, að athuga sérstaklega þau heimili,
er grunur léki á, og í öðru lagi að gera berklapróf á öllum börnum
þorpsins. Þorpið hefir um 200 ibúa, og sá ég mér ekki fært að rann-
saka þá alla, heldur að reyna að greina sundur á þenna veg.
iíg gerði því Pirquet-próf á 77 börnum alls, á aldrinum frá 1—16
ára. Að aldurstakmörk þessi voru valin, kom til al' því, að tuberkulös
infection á 1. ári þýðir, eins og kunnugt er, nærfellt alltaf það sama
og tuberkulösan sjúkdóm.
Ég lét mér því nægja að athuga heilsufar allra barna á 1. ári,
svo og aðstendendur þeirra, en sleppti þeim við tuberkulinpróf, þar
eð mér fannst ekkerl þeirra grunsamt upp á tuberkulösa infection.
Ég vil þó geta þess, að eitt þessara barna átti móður, sem var
skrásetl sem berklasjúklingur 1931 og hefir dvalið á Vífilsstöðum.
Eg rannsakaði hæði konuna og barnið, svo og föður þess, en náði
ekki að gera berklapróf á barninu, því að fjölskyldan fluttist til Aust-
fjarða einum degi eftir að ég kom til Raufarhafnar.
Hvað viðvíkur hinu aldurstakmarkinu, þá sá ég eigi ástæðu til
að fara upp yfir 1(5 ára aldur, því að tilgangur minn með tuber-
kulinprófun þessari var aðallega sá, að rekja slóðir smitberanna, en
eftir 15—16 ára aldurinn er oft mjög erfitf að ákveða, hvaðan tuber-
l<ulös infection er fengin.
Teknikina við tuberkulinprófunina vil ég lauslega drepa á. Ég nota
alltaf Pirquets Impfbolirer og bora á 3 stöðum dorsalt á vinstra anti-
brachium, el’tir að staðurinn hefir verið vel hreinsaður með æther.
A 2 þessara staða set ég óþynnt tuberkulinum Kochi (human), en á
einn staðinn ekki neitt, er það notað sem kontrol. — Þá er aflestur