Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Blaðsíða 112
110
sæmileg'a hirtar og' þó ekki sem bezt. Er látið vel yfir mjólkinni, að
hiin sé hrein og góð. Salerni er á heimilinu og tjósið ekki notað
sem salerni. Fleiri selja mjólk til kauptúnsins í viðlögum eða aðeins
stundum. Mjög' margar fjölskyldur í kauptúninu hafa kýr, enda er
gott lil nm öflun lieys, og ræktun liefir farið vaxandi.
Hofsós. Ekkert heimili nálægt Hofsós selur að staðaldri mjólk í
þorpið, eftir því sem ég veit hezt. Því er þannig háttað, að allflestir
þorpsbúar eiga kýr, hálfa, eina eða tvær, og skiptast á nijólk, þegar
þess er þörf. Mér vitanlega er enginn með smitandi herkla, nú sem
stendur, Hofsós eða næstu bæjum. Pví miður mun það eiga sér stað,
að ekki séu til vanhús á hæjum, og er fjósið þá notað sem vanhús á
vetrum, en guðsgræn jörðin að sumrinu. Peim bæjum fækkar þó
stöðugt. Sú einkennilega mótbára hefir komið fram hjá sumum, þegar
þeir liafa verið áminntir um að koma upp vanhúsum, að fólkið fáist
tæpast til að nota þau, þó að þeim sé komið upp.
Siglufj. Mjólkurbú: 1. kúabú (sjálfs kaupsfaðarins á Hóli frammi
í firði): Þar eru 28 kýr. Fjósið er steinlímt og lítur allvel út. Kýrnar
hreinar. Fjósið stendur sérstakt og salerni út af fyrir sig. Fólkið á
heimilinu er hraustlegt, og mjólkurumgangur virðist góður. Petta bú
hefir sérstaka mjólkursölu niðri í bænum, og er sú mjólkursala góð.
2. kúabú: Þar er steypt gólf með breiðum flór og' ágætu niðurfalli.
10 kýr, ágætlega hirtar. Húsið stendur afskekkt; ekkert salerni í fjós-
inu. 8. kúabú: Góll’ og veggir steypl. Stendur út af f'yrir sig. Kýr 15.
Ekkert salerni, en allri mykju hleypt niður um góllið í Hvanneyrará
til sjávar. Þetta Ijós er þó ekki eins vel hirt og unnt væri. Þar ganga
liænsni um fjósið og fjöldi sauðfjár. 4. kúabú: 11 kýr. Fjósið ágætt,
en í meira lagi saggasamt, og kýr ekki vel hirtar. Salerni ekkert í
fjósinu. 5. kúabú: 4 kýr, allar prýðilega útlits. Fjós úr torfi og timbri.
Ekkert salerni í fjósinu. 6. kúabú: 5 kýr, mjög vel hirtar, en eru í
kjallara undir íf)úð. Salerni ekki í fjósinu. 7. kúabú: 7 kýr og eitt
þarfanaut. Fjósið gamalt, steinsteypt á 3 vegu; austurhlið léleg. Fjósið
mjótt, en vel um gengið, eftir því sem fiægt er að koma við. Berklar
hafa komið fyrir á heimilinu. Salerni ekkert í fjósinu. 8. kúabú: 4
kýr, mjög vel liirtar. Fjósið járnvarið timburhús. Hlaða utan við.
Fjósið vel um gengið. Ekkert salerni í fjósinu. Að 9. kúabúinu hefi
ég ekki komið, en hefi fengið nákvæmar upplýsingar um, hvernig
þar muni ástatt, og veit ég það með aíssu, að þar muni allur frá-
gangur vera í bezta lagi. Kýr munu vera þar 3, og liefir mjólk, sem
seld hefir verið þaðan til bæjarins, reynzt ágætlega. Það er að vísu
innangengt milli eldhúss og Ijóss, en hreinlæti þessa heimilis leikur
ekki á tveim tungum, og hefi ég af því óyggjandi sagnir.
Svarfciœla. I Hrísey er nokkur mjólk keypt á sumrin frá Mjólkur-
samlagi Eyfirðinga á Akureyri, en annars eru 19 lieimili á eynni, sem
sefja nokkra mjólk þeim eyjarskeggjum, er hana skortir. Ur næstu
sveitum er engin mjólk seld þangað. A Dalvík er lítill markaður fvrir
mjólk, því að þar er tiltölulega margt af kúm. Alls eru þó heimilin
21, sem selja mjólk í kauptúnið (7 þeirra á Dalvík sjálfri), en flest
selja aðeins í viðlögum tíma og tíma. Til annara staða í héraðinu en
þessara tveggja kauptúna er mjólk ekki seld, að minnsta kosti ekki