Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Blaðsíða 90
88
sem báðir eru vanir þessum störi'um, til þess að skipta héraðinu á
milli sín og tel það miklu heppilegra en að hafa æfingarlausa og
óvana menn í hverjum hreppi.
3. Sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir.
A. S.júkraliús. Töflur XV—XVI.
Sjúkrahús og sjúkraskýli teljast á þessu ári samkv. töílu XV 36 alls.
Hetir fækkað um 1 á árinu, þar sem sjúkrahúsið á Eskifirði hefir
verið lagl niður og' ekkert tiætzl við í þess stað.
Rúmafjöldi sjúkrahúsanna telst þó 10 hærri en í fyrra eða 1003,
og' koma þá 8,9 rúm á hverja 1000 ibúa. Almennu sjúkrahúsin tetjast
29 með samtals 532 rúmum eða 4,7 °/oo. A heilsuliælunum eru rúmin
talin 281 eða 2,5 °/oo.
Læknar táta þessa getið:
Hafnarfj. Sjúkrahús aðeins eitt, St. Jóseplis spílali, ávalt fullskipað,
og verða margir frá að hverfa vegna rúmleysis. Tekur ekki sjúklinga
með næma sjúkdóma, t. d. smitandi lungnaberkla, og skortir hér til-
finnanlega luis fyrir slíka sjúklinga.
Skipaskaga. Sjúkiask\Tlisþörfin er orðin aðkallandi hér og eykst
með hverju ári, eftir því sem fótkinu tjölgar. SjúkraskýIissjóðurinn
er nú kominn upp í rúm 20 þúsund kr. Ljóslækningar (kvarts og'
kolbogaljós) hafði Ríkarður Kristmundsson á heimili sínu, og mun
hafa liaft um 15—20 sjúktinga.
Stykkishóhns. I júlímánuði síðastliðið sumar var byrjað á að grafa
fyrir sjúkrahúsi, sem belgisk systraregla ætlar að bvggja hér í Stykkis-
hólmi. Húsið á að vera tvær liæðir auk kjallarahæðar, sem öll verður
ofanjarðar. Stærð aðalbyggingar er 26 X 12 m. með tveimur útbygg-
ingum (álmum), önnur 16 X 13 m. (kapella), liin 16 X 5’/a m.
(þvottahús o. fl.). Gert er ráð fyrir, að húsið taki 33 sjúklinga;
auk þess á það að vera búið Röntgen- og Ijóslækningatækjum. Við
húsið var unnið þar til í nóvember í haust, og var þá lokið við að
stcypa veggi útbyggingar þeirrar, sem verður notuð lyrir geymslu,
þvottahús o. fl. Hið unna verk kostar ca. 30 þús. kr., en áætlað er,
að fiúsið fullgert kosti ca. 250 þús. kr. auk innanstokksmuna. Nokkur
fríðindi liefir trúboðsfélag þetta fengið, en þau eru: 1) Allstór lóð,
austan til í bænum, til fullra afnota endurgjaldslaust, meðan það
starfrækir sjúlcrahúsið. Ef það, einhverra hluta vegna, hættir rekstri
sjúkrahússins, er því gert að skyldu að greiða hreppssjóði 4 þús. kr.,
sem telst þá sem einskonar söluverð lóðarinnar. 2) Ókeypis rafmagn
til ljósa og smááhalda (svo sem ryksugu, straujárna o. s. frv.). Annað
rafmagn, svo sem til fjóslækninga og Röntgenáhalda greiðist eftir sér-
stökum reikningi og fyrir umsamið verð milli hreppsnefndar og sjúkra-
húss á hverjum tíma. 3) 15 þús. kr. í peningum úr sjúkraskýlissjóði
Stykkishólms. 4) 6 þús. kr. í peningum úr sýslusjóði Snæfellsness-
og' Hnappadalssýslu. Þetta er fjárveiting, sem sýslunefnd, fyrir 5 árum
síðan, samþykkti að veita til sjúkraskýlis, er á sínum tíma yrði reist
í Stykkishólmi. 5) Hreppurinn tekur að sér að sjá sjúkrahúsinu fyrir
sérstöku vatnsbóli. Sjúkrahúsið skuldbindur sig til þess að selja
vist á sjúkrahúsinu eigi dýrari en annarsstaðar.