Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Blaðsíða 110
108
konunni og kaupfélagsstjóranura. Heiinili þessa fólks eru öll í bezta
lagi, þrifaleg og' ósýkt af berklura, hafa salerni, og fjósin eru góð og
vel um gengin.
Reykhóla. Engin rajólkursala til kaupstaða. Verkamenn í vegavinnu,
brúargerðarvinnu og símalagningu kaupa mjólk af næstu bæjura.
Annars engin mjólkursala að ráði út af heimilura.
Flateyjar. A 2 heimilura eru steinsteypt fjós, sæmilega björl og
allvel um gengin. Á 4 heimilum eru fjósin ekki steypt, jafnvel ekki
flórinn neraa í sumum þeirra, og' að öðru lcyti miður vel úr garði
gerð. Þó eru gripirnir i suraum þessara lélegu fjósa prýðilega útlít-
andi og sumstaðar í bezta lagi hreinir. Öll þessi heimili selja mjólk
í þorpið. Á einu heimilinu hafa verið heilsuveil börn, talin hafa kirtla
á bak við lungun; annarsstaðar enginn grunur um lierkla. Heimilin
öll sæmilega þrifaleg.
Þingeyrar. Á Þingeyri er kúahald of lítið til að geta fullnægt
mjólkurþörf kauptúnsins. Kýr ern hér aðeins 1(5, en töluvert af g'eit-
fé. Hins vegar eru margir sveitabæir í nánd við kauptúnið, sem liggja
vel við til mjólkursölu, enda er mikið flutt þaðan af mjólk, og má
fullyrða, að mjólkurneyzla almennings sé eigi lítil. Mjólkurverð er
frá 25 -30 aurar. Mjólk er eigi gerilsneydd. Um sveitaheimili, sem
rnjólk selja í kauptúnið, er þetta að segja: 1. heimili: Þaðan eru
seldar að jafnaði ö kýrnytir. Húsakynni eru mjög góð, íbúðarhús,
peningshús og hlaða úr steinsteypu. Engin berklaveiki er eða hefir
verið á heimilinu, svo að vitanlegt sé. Heldur eigi taugaveiki. Hrein-
læti í mjög góðu lagi. Salerni. 2. heimili: Þaðan er selt lítið eitt al'
mjólk að sumarlagi. Húsakynni dágóð. íveruhús úr timbri, fjós úr
torfi. Engin berklaveiki né taugaveiki, svo langt sem kunnugt er
aftur í tímann. Hreinlæti í ágætu lagi. Salerni. 3. heimili: Selur l’/a
kýrnyt að sumarlagi. Húsakynni sæmileg, íbúðarhús úr torfi og timbri,
fjós úr torfi. Engin berklaveiki né taugaveiki. Hreinlæti sæmilegt.
Salerni. 4. heimili: Selur ca. 1 ’/a kýrnyt allt árið um kring. Húsa-
kynni sæmileg. Iveruhús úr timbri og fjós úr steinsteypu. Engir
berklar né taugaveiki. Hreinlæti gott. Salerni. 5.-6. heimili, tvíbýli:
Bæði heimilin selja nokkra mjólk allt árið í kring. Húsakynni ágæt,
nýbyggð- Ibúðarhús úr timbri og' steinsteypu. Fjós úr steinsteypu.
Hreinlæti í g'óðu lagi. Engin berklaveiki né taugaveiki. Salerni. 7.
heimili. Þaðan eru seldar 3 kýrnytir vetur og' sumar. Húsakynni
dágóð. íbúðarhús úr timhri. Fjós úr torfi. Engin taugaveiki. Konan
fékk brjósthimnubólgu fyrir (5 árum síðan. Helir síðan verið við a 11-
góða heilsu, og mun eigi stafa smitunarhætta af henni, enda mjólkar
bóndinn kýrnar. Hreinlæti í allgóðu lagi. Salerni.
Flateyrar. I Flateyrarhéraði eru 3 lieimili, er að staðaldri stunda
mjólkursölu. Heimili þessi eru þrifaleg og' meðferð mjólkur góð. Á
einu heimilinu er fjós steypt, loftgott, en þó rennandi í slaga; samt
sem áður bið þrifalegasta(?). Á öðru er fjós frekar loftlítið og ekki
eins þrifalegt. Á hinu þriðja er fjósið nýbrunnið. Salerni eru á 2
heimilunum, en ekkert á einu. Á 2 heimilunum er fólk hraust, en á
einu liafa lokaðir berklar komið fram í tveimur af 11 systkinum þar.
Al' hinum 9 hraustu er eitt Pirquet-positivt, en hin öll negativ, þrátt