Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Blaðsíða 126
124
Reijhdœla. Farskólar eru í öllum sveitum. Kennslan fer fram í sér-
stökn herbergi, og loftrými og umgengni er sæmileg. Nemendur í
Alþýðuskólanuni, íþróttaskólanum og Húsinæðraskólanum á Laugum
voru skoðaðir, þegar þeir koniu í skólann, nema þeir liefðu læknis-
vottorð, og eftirlit liaft með heilsufari nemenda. Húsnæði er nú rúmt
og gott í öllum skólunum. Öll eru húsin liituð laugavatni. Siðast-
liðið liaust var hyggð rafstöð við Reykjadalsá, og lial'a skólarnir
þaðan nægilega orku lil ljósa og matreiðslu. I Alþýðuskólanum cr
yfirbyggð sundlaug með heitu vatni.
Oxarfj. Skólabörn voru öll mæld og vegin, bæði við byrjun og
enda kennslu. Hið reglubundna líf og starf hjálpar þeim sjálfsagt
með heilsu og þroska á skólatímanum. Þeim er og eigi ofþjakað
við námið.
Hróarstungu. Skoðun á börnum og skólastöðum fór fram fyrstu
dagana í nóvember. Aðeins einn fastur skóli í héraðinu, á Borg-
arfirði annars farskólar í mjög misnmnandi húsakynnum.
Skólastaðir helzt til of margir. 4—6 börn á hverjum stað víðast
livar.
Berufj. Börnin skoðuð í byrjun skólaársins. Sömuleiðis vorn kenn-
ararnir skoðaðir. — Húsakynni voru allsstaðar viðunandi og snm-
staðar góð. Það er helzt áfátt, að sumstaðar er liitun léleg, og sæti
barnanna eru auðvitað misjöfn.
Vestmannaeyja. Sömu varúðar gætt við veikluð börn og áður,
dregið úr námsstundafjölda og þeim hlíft við námið. Þorskalýsi og
mjólk gefið skólabörnum í skammdegi el’tir beiðni héraðslæknis og'
skólastjóra til bæjarstjórnar. Efndir þó minni en bæjarstjórn lofaði
Aegna fjárskorts. Líkamsþróski barnaskólnemenda hefir revnzt
á þessa leið: Hæð: 289 +, 119 -r. Þyngd: 278 +, 130 4-. Alls
408 börn. — Tannlækningum hefir enn ekki tekizt að koma á við
skólann.
Rangár. A þessu ári var reistur heimavistarbarnaskóli að Strönd
á Rangárvöllum; er það hið myndarlegasta hús. Tekur það um 20
börn í heimavist. I liúsinu er miðstöð, vatnssalerni og stevpuböð í
kjallara. A miðhæð er rúmgóð kennslustofa, borðstofa innar af lienni
og laust skilrúm á milli. Hinumegin við anddyrið er stór stofa,
sem notuð er lil smíða og handavinnu. Þar innar af eldluis og búr.
Á loftinu er svo íbúð kennara og 2 svefnstofur fyrir börnin, annað
fyrir pilta, hitt fyrir stúlkur. Aðbúnaður allur virðist vera mjög sæmi-
legur fyrir alll að 20 börn. Ekki þarf að taka það fram, að allsstaðar,
eða víðasthvar, þar sem farkennsla er, er allur aðbúnaður afleifur
og langt frá því að uppfylla þær kröfur, sem lög ákveða.
Eyrarbakka. Skólaskoðun fór fram í öllum skóla- og fræðsluhér-
uðum læknishéraðsins. Auk skólabarna skoðaði ég öll önnur börn á
heimili, þar sem skóli var haldinn heima á bæ, og einnig fullorðna
á bænum, ef mér virtist ástæða til.
Keflavíknr. 4 skólar af 8 í héraðinu eru allt of litlir, og tveir þeirra
eru með öllu óhæfir. Aðeins 1 skóli (Keflavíkur) hefir miðstöðvar-
hitun, og einum skóla fylgir ákveðinn leikvöflur.