Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Blaðsíða 130
128
Blönduós. Bólusetningar hafa verið í liinni megnustu óreglu og
vanhirðu, einkum frumbólusetningar. Af 7 umdæmum hefir engin
bólusetning farið fram í 3. Ivenna ljósmæður því um, að bóluefni haíi
komið of seint, fðlkið sé hirðnlaust mn að láta börniii mæta o. s. frv.
Sauðárkróks. Bólusetning fórst fvrir í sumum hreppum héraðsins.
Höfðu ílest börn verið bólusett, er bólusetja bar.
Svarfdœla. Bólusetningar fóru fram i öllu héraðinu. Hinar skipuðu
yíirsetukonur höfðu þær á hendi.
Ö.varfj. Bólusetningar voru í töluverðu ólagi þetta ár.
Pistilfj. Bólusetningar munu hafa farið fram, en mig vantar sumar
skýrslurnar.
Seijðisfj. Bólusetning fór ekki fram fyrr én að haustinu og henni
lítið sinnt. Að þessu sinni reyndist bóluefnið nær ónýlt, og kom bólan
i'd aðeins á 3 börnnm af 91.
Berufj. Nokkrar kvartanir komu frá hólusetjurum yfir því, að fólk
sýni tómlæti yfir því, að koma með börn til bólusetningar og að þeir
verði að elta börnin uppi. Ennfremur, að horið haíi á andúð gegn
bólusetningu frá einstaka niönnum.
Siðu. Börn fá stundum nokkuð liáan hita eftir bólusetninguna, og
ein kona talaði við mig um það, að hún væri lirædd um, að barn
hennar hefði ekki lengi beðið þess bætur, en sjaldgæft mun slíkt vera.
17. Skoðunargerðir eftir kröfu liigreglustjóra.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfj. Skoðunargerðir eftir kröfu lögreglustjóra engar.
Borgarnes. Lík manns, sem fyrirfór sér með byssu, var skoðað
eftir skipun lögreglustjóra - þó ekki krufið — og gaf ég' honum
skýrslu um það. Aðrar líkskoðanir ekki.
Aknreijrar. Krufið var lík ungrar stúlku, sem fannst í flæðarmál-
inu franun undan miðbænum, og lék grunur á, að ekki væri einleikið
um dauða hennar. Niðurstaða krufningarinnar var sú, að ekki væri
full vissa, heldur aðeins líkur til, að stúlkan hefði drukknað. Líkið
var sent suður til Reykjavíkur til endurkrufningar. Niðurstaða þar
varð sú, að drukknun hefði átt sér stað.
18. Sótthreinsanir samkvæmt lögum.
Tafla XVIII.
Samkvæmt sótthreinsunarreikningum, sem borizt haí’a, hefir sótt-
hreinsun heimila farið 327 sinnum fram á árinu á öllu landinu, og'
er tíðasta tilefnið skarlatssótt eða í 50°;o allra tilfellanna, þar næst
berklaveiki (39°/o), en örsjaldan af öðrum tilefnum.
19. Framfarir til almenningsþrifa.
Læknar láta þessa getið:
Borgarnes. Vegna bættra vega og batnandi tíðarfars er nú vana-
lega hægt að fara í híl um hérað mitt allt árið, og áætlunarferðir
eru um það þvert og endilangt; gætu Ijósmóðir og hjúkrunarkona
oft notað þær til þess að ferðast á milli sjúklinga. Væri það
mjög æskilegt, að héraðið ætti lítinn bíl, til þess að flytja lækni,