Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1933, Blaðsíða 98
Jákvæð Neikvæð Samtals
Hrákarannsóknir (Tb) . . . . 112 508 620
T a u g a v e i k i: Widalspróf (þar af 2 Para-B) 19 36 55
Ræktun úr blóði. . . 2 19 21
saur . . . 7 76 83
þvagi . . i 75 76
Lekandi 145 416 561
Syp hi 1 i s: Spir. pallida 8 1 9
Sigmapróf 27 1 428 539
Kahnspróf 77 1
tioldsol í mænuYÖkva 1 1 2
Barnaveiki (ræktun úr koki og neíi) 2 33 36
Ymsar rannsóknir (histol. etc.). . . 705
Rannsóknir alls 2700
Fyrri helming ársins var jafnframt venjulegri hrákarannsókn vegna
berklaveiki sáð til ræktunar í Löwensteins berklaæti frá öllum hrák-
um, sem lil rannsóknar komu. Með venjulegri rannsókn fundust
berklagerlar í 44 af 320 hrákum. En A*ið ræktun fundust berkla-
gerlar í 26 hrákum, sem ekkert hafði fundizt í með venjulegri rann-
sókn. Á þessu tímabili hafa þá 13,8 % af lirákum, er til rannsóknar
komu, reynzt jákvæðir við venjulega rannsókn, en 21,9 7» við ræktun.
Vegna anna við önnur störf (bóluefnisframleiðslu o. s. frv.) var ekki
hægt að balda þessuin rannsóknum áfram síðara misserið.
4. Húsakynni. Þrifnaður.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Sú eina umbót, sem komst í framkvæmd í ár, var, að
ákveðinn var staður, þar sem losa á úr forum, salernum og öðrum
úrgangi. Var til þess valinn staður norðvestarlega í kauptúninu, þar
sem svo hagar til, að bílar geta ekið alla leið fram á klettasnös og
hellt úr sér sorpinu í sjóinn. Var gerður þangað upphleyptur vegur
á hreppskostnað. Slori, þorskhausum og* öðrum sjávarúrgangi er ekið
upp á liina ræktuðu bletti Skagabúa í Garðalandi. Var mikil þrifn-
aðarbót að losna við það úr kauptúninu. Húsakynni hér á Akranesi
fara stórum batnandi. Þrifnaður utan húss og innan góður hér í
kauptúninu yfirleitt og sæmilegur í sveitunum. Á vatnsskorti bar ekkert
í ár, enda miklar rigningar og vætur á árinu. Hins \*egar er vatns-
leiðslan enn stærsta heilbrigðismál Ákranesskauptúns.
Borgarfj. Húsagerð með minna móti. Einn bóndi flutti bæ sinn úr
stað lil þess að ná í hverahita frá öðrum bæ og byggði þar vandað
steinsteypuhús. Annað íbúðarhús \*ar og reist, vandað steinsteypuhús
með hverahita og flestum nýtízkuþægindum.
Stgkkishólms. Utan Stykkisliólmshrepps má segja, að húsakynni
manna séu slæm og á allmörgum hæjum heilsuspillandi. Siðastliðið
haust gerði ég mér nokkurt far um að fá sem gleggst yfirlit yfir
híbýli manna og þrifnaðarástund yfirleitt í sveitunum. tierði ég þetta